Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 34
Tímarit Máls og menningar samræmi við þá mynd sem Loftur hefur af honum. Hug-myndir Lofts um föðurinn og samspil hans við þann föður sem hann sér, er afar flókið. Það kemur hvergi beint fram í textanum að Lofti þyki vænt um föðurinn. Það kemur hins vegar fram að hann samsamar sig hvorki föðurnum né framtíðaráætlunum hans: STEINUNN (ráðþrota): Oll metorðagirnd föður þíns safnast um þig, af því að þú ert einkabarnið hans. Eg kvíði því stundum, að hún verði þér of þung byrði. LOFTUR (stendur upp): Metnaður minn og föður míns eiga engar leiðir saman. (21) Þessu heldur Loftur hins vegar leyndu fyrir pabba sínum á sama hátt og hann leynir hann öllu, smáu og stóru; frá bókinni sem hann fær frá blinda betlaranum til sambands þeirra Steinunnar. Leyndin stafar af djúpstæðum ótta við refsingu föðurins; STEINUNM: . . . (Háðslega) Ertu hræddur við föður þinn? LOFTUR (óþolinmóður): Þolinmæði mín er ekki takmarkalaus. Þú veist jafn vel og ég, hvers vegna við höfum neyðst til þess að fara í felur. Faðir minn myndi afneita mér, ef það kæmist upp um okkur. Hann léti reka mig úr skóla. Og fengi ég aldrei framar að opna bók, fyndist mér ég vera' blindur. (24) Sá faðir sem Loftur lýsir hér er árásargjarn og ógnvekjandi, hann mun afneita honum, svifta hann möguleikum á menntun, valdi, metnaði, „blinda" hann — og nú skulum við færa okkur yfir á „hitt leiksviðið“. Samkvæmt sálgreiningunni hefur allt sem tengist vitsmunalegum ávinn- ingum og sköpun (bækur, skriftir, listsköpun yfirleitt) fallosmerkingu í undirmeðvitund bæði karla og kvenna.12 Þegar Freud talar um „fallos“ er átt við óhlutstætt fyrirbæri og Freud valdi hugtak úr grísku til að tákna og undirstrika muninn á „fallos“ annars vegar og hinum hlutstæða líffræði- lega lim karlmannsins hins vegar. Fallos-táknið er í undirmeðvitundinni ekki aðeins getnaðarlimur, heldur heilt mynstur sem vísar til getu, virkni, valds, þess „að hafa“. Samkvæmt Freud kemst sveinbarnið í samkeppnisstöðu við föður sinn um hylli móðurinnar einhvern tíma á aldrinum 2 1/2 árs til 5 ára. Það er hið fræga (og umdeilda) Odipusstig. Samkeppni barnsins við föðurinn er býsna ójafn leikur, yfirburðir föðurins og fallos hans gera ekki aðeins ómeðvitaða þrá barnsins vonlausa heldur líka hættulega, refsing föðurins getur verið gelding (kastrasjon). Og ef við lítum aftur til þess sem Loftur segir þá er blindunin sem hann óttast að faðirinn framkvæmi á sér eitt þekktasta tákn bókmenntanna um geldingu, sbr. goðsögnina um Ödipus. Hin ómeðvitaða ógnun og ótti við geldingu verður til að fullkomna 296
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.