Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 37
Loftur á „hinu leiksviðinu“ þegar vitundin missir vald sitt á dulvitundinni, „deyr“ í þeim skilningi að hún veit ekki af dauðanum. Loftur segir: Þú veist ekki, hvað oft ég hef barist við svefninn, þegar hann ætlaði að yfirbuga mig. Eg hata svefninn, vegna þess að hann stelur frá mér tímanum. En þið lifið allir, eins og þið ættuð eilífðina í sjóði ykkar.“ (32-33) Ofboðslegasta dauðafantasía Lofts er sagan sem hann segir Olafi af hauskúpunni sem kom uppúr jörðinni með lifandi augun, logandi af kvöl. Kjarni þessarar fantasíu er óttinn við að vera kviksettur og Freud tengir þann ótta við dulvitaða minninguna um lífið í móðurkviði og telur að hugmyndin um líf eftir dauðann eigi líka rætur sínar í þessari djúpu vitneskju um líf fyrir fæðinguna, sé yfirfærsla á sömu hugmynd.16 I sam- ræmi við þetta má túlka dauðahvöt Lofts sem hina hliðina á þeirri narkissísku og sterku þrá eftir samruna við móðurlíkamann sem kom fram í atriðinu með Dísu á töfrateppinu. „Frá því að ég fann að ég hafði bundist þér, hneigðist allur hugur minn meira og meira að myrkrinu" (53) segir Loftur hryggur við Steinunni í uppgjöri þeirra. „Einveran" segir Loftur „er myrkrið mitt“ (23). Og við Ólaf segir hann: „Ég ætla mér að beisla myrkrið" (32). „Myrkrið“ er andstæða og hliðstæða „eldsins" í hugarheimi Lofts. Eldurinn er gamalt og þekkt tákn úr bókmenntunum um hinar eyðandi ástríður mannanna og í Galdra-Lofti er það notað um ástir Lofts og Steinunnar. „Ég gæti brennt þig upp til ösku í faðminum á mér“ (25) segir Steinunn við Loft. Eldurinn er í texta Lofts frumkraftur, hann er „rauð kattarlöpp, sem leikur sér að mönnunum. Eyðileggingin er eðli hans“ (32). En hinar eyðandi hömlulausu hvatir eru samt ekki annað en „skugginn af djöflinum": Guð skapaði manninn úr leiri, en leirinn var brenndur í eldinum. Þess vegna hafa fæstir vald yfir sjálfum sér. Hugsaðu þér þá veru sem eldurinn er skugginn af. Ef einhver maður gæti tamið þá veru . . . Hestar eru uppáhaldið þitt. Þú getur ráðið við hvaða ótemju, sem þú vilt. Ég ætla mér að beisla myrkrið. (32) Samkvæmt þessu er eldurinn skuggi djöfulsins og djöfullinn er myrkrið, einsemdin, aðskilnaðurinn frá móðurinni. Djöfullinn er tómið innra með okkur, vitneskjan um það merkingarleysi sem fæddi sjálf okkar og sem við reynum að halda frá okkur með öllum tiltækum ráðum. Ef Galdra-Loftur er túlkaður eins og hér hefur verið gert má ljóst vera að Loftur er í sálfræðilegri sjálfheldu í lok fyrsta þáttarins, afturhvarfið til móðurinnar er óhugsandi og hugmyndin um geldinguna framundan er óbærileg, hann neitar að viðurkenna missinn sem er tilvistarleg forsenda 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.