Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 37
Loftur á „hinu leiksviðinu“
þegar vitundin missir vald sitt á dulvitundinni, „deyr“ í þeim skilningi að
hún veit ekki af dauðanum. Loftur segir:
Þú veist ekki, hvað oft ég hef barist við svefninn, þegar hann ætlaði
að yfirbuga mig. Eg hata svefninn, vegna þess að hann stelur frá mér
tímanum. En þið lifið allir, eins og þið ættuð eilífðina í sjóði ykkar.“
(32-33)
Ofboðslegasta dauðafantasía Lofts er sagan sem hann segir Olafi af
hauskúpunni sem kom uppúr jörðinni með lifandi augun, logandi af kvöl.
Kjarni þessarar fantasíu er óttinn við að vera kviksettur og Freud tengir
þann ótta við dulvitaða minninguna um lífið í móðurkviði og telur að
hugmyndin um líf eftir dauðann eigi líka rætur sínar í þessari djúpu
vitneskju um líf fyrir fæðinguna, sé yfirfærsla á sömu hugmynd.16 I sam-
ræmi við þetta má túlka dauðahvöt Lofts sem hina hliðina á þeirri
narkissísku og sterku þrá eftir samruna við móðurlíkamann sem kom fram
í atriðinu með Dísu á töfrateppinu.
„Frá því að ég fann að ég hafði bundist þér, hneigðist allur hugur minn
meira og meira að myrkrinu" (53) segir Loftur hryggur við Steinunni í
uppgjöri þeirra. „Einveran" segir Loftur „er myrkrið mitt“ (23). Og við
Ólaf segir hann: „Ég ætla mér að beisla myrkrið" (32).
„Myrkrið“ er andstæða og hliðstæða „eldsins" í hugarheimi Lofts.
Eldurinn er gamalt og þekkt tákn úr bókmenntunum um hinar eyðandi
ástríður mannanna og í Galdra-Lofti er það notað um ástir Lofts og
Steinunnar. „Ég gæti brennt þig upp til ösku í faðminum á mér“ (25) segir
Steinunn við Loft. Eldurinn er í texta Lofts frumkraftur, hann er „rauð
kattarlöpp, sem leikur sér að mönnunum. Eyðileggingin er eðli hans“ (32).
En hinar eyðandi hömlulausu hvatir eru samt ekki annað en „skugginn af
djöflinum":
Guð skapaði manninn úr leiri, en leirinn var brenndur í eldinum.
Þess vegna hafa fæstir vald yfir sjálfum sér. Hugsaðu þér þá veru
sem eldurinn er skugginn af. Ef einhver maður gæti tamið þá
veru . . . Hestar eru uppáhaldið þitt. Þú getur ráðið við hvaða
ótemju, sem þú vilt. Ég ætla mér að beisla myrkrið. (32)
Samkvæmt þessu er eldurinn skuggi djöfulsins og djöfullinn er myrkrið,
einsemdin, aðskilnaðurinn frá móðurinni. Djöfullinn er tómið innra með
okkur, vitneskjan um það merkingarleysi sem fæddi sjálf okkar og sem við
reynum að halda frá okkur með öllum tiltækum ráðum.
Ef Galdra-Loftur er túlkaður eins og hér hefur verið gert má ljóst vera
að Loftur er í sálfræðilegri sjálfheldu í lok fyrsta þáttarins, afturhvarfið til
móðurinnar er óhugsandi og hugmyndin um geldinguna framundan er
óbærileg, hann neitar að viðurkenna missinn sem er tilvistarleg forsenda
299