Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 39
Loftur á „hinu leiksvidinu“ að ógæfusömum manni . . . En þér er um megn að hindra mig frá því að lifa og vinna í einveru . . .“ (58) Steinunn sér að orustan er töpuð og kemur með hina óhugnanlegu hótun um hatursbarnið, sem er með andlit alveg eins og Loftur „nema afskræmt af syndum og ástríðum“ (58-59). Lofti verður mjög illa við, enda er falið í tvífaraminninu djúpstæður ótti og ógnun af því að ef til er annar sem er alveg eins og maður sjálfur, getur hann hvenær sem er gert mann ónauðsynlegan, tekið við hlutverki manns.17 I lokauppgjöri þeirra Steinunnar stendur Loftur frammi fyrir konu sem er ógnandi, hættuleg og hryllileg. Hættan kemur allt í einu úr annarri átt en frá föðurnum, hættan stafar frá móðurinni sem hótar að tortíma honum, móðurinni sem hann óttast og þráir um leið. Þessi klofningur kemur í ljós þegar Steinunn hótar að verða sú hóra sem hann gerði hana að með kynferðislegri niðurlægingu þegar hann sagði henni frá því þegar hann „sá“ hana fyrst. Hún sver að elska alla aðra en hann og Loftur bregst svona við: LOFTUR (í ákafri geðshræringu): Þú lýgur! (Gripur í handlegginn á henni). Þú elskar engan annan en mig. (59) Þetta má túlka sem endurlifun á frumstæðu angistarópi litla barnsins sem er hafnað af móðurinni, hún elskar það ekki lengur. Og morðið á Steinunni er framhaldið á þessu. Helge Toldberg fjallar um þetta atriði í bók sinni og segir: Áður hefur hann (þ.e. Loftur) . . . flett upp í bók af handahófi og fundið viðvörun gegn því, sem hann hyggst fyrir. Bókin, sem hann þrífur, er Odysseifur, og staðurinn sem hann kemur ofan á: fundur Odysseifs og móður hans í dauðaríkinu. Móðir Lofts sjálfs er líka dáin, og það hlýtur að vera tengiliður milli hinna fremur litlausu erinda og þeirrar galdraathafnar, sem þau styrkja Loft í að fram- kvxma. (leturbreyting mín) — 18 í erindunum sem Loftur les, er sagt frá því að móðir Odysseifs drekkur fórnarblóðið, þekkir Ódysseif og talar til hans. En í framhaldinu í Ódysseifskviðu segir hún syni sínum hvernig ástatt sé í Iþöku og að hún hafi dáið úr söknuði og áhyggjum yfir fjarveru hans. Ódysseifur ætlar þá að faðma móðurina en hún er „skuggi eða draumur" og smýgur úr greipum hans, ónálganleg, dáin.19 Morð Lofts á Steinunni má túlka sem táknrænt móðurmorð, hún hefur hafnað honum, er dáin honum og hann fullkomnar verkið, aðskilnaðinn. Morðið hefur þannig djúpar goðsögulegar skírskotanir, meðal annars til Orestes-goðsögunnar þar sem móðurmorðið er táknrænt fyrir sigur föð- 301
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.