Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 40
Tímarit Máls og menningar urins og lögmála hans yfir móðurinni og lögmáli hennar. Og í því sambandi er vert að lesa særinguna gaumgæfilega. A hinn bóginn má lesa þessar móðurtilvísanir sem hliðartexta — en ekki undirtexta, tilvísun sem morðið kallar fram, hliðstæðu. Jóhann Sigurjóns- son skrifaði „Raskolnikof“ inn í uppkast af Galdra-Lofti og Helge Toldberg segir: „ . . . og mun vandfundin nánari hliðstæða við Loft en hinn ruglaði morðstúdent Dostojevskís“.20 Raskolnikof segir í Glœpi og refsingu: Eg drap ekki til að verða mér úti um auð og völd og gerast síðan bjargvættur mannkyns. Bull! Eg drap, það er allt og sumt; drap fyrir sjálfan mig einan; . . . ég þurfti að fá um það vitneskju eins fljótt og unnt var, hvort ég væri lús einsog allir aðrir, eða maður. Hvort mér tækist að fara yfir mörkin, eða tækist það ekki . . . Eg drap sjálfan mig, en ekki kerlinguna! Gerði út af við sjálfan mig í eitt skipti fyrir öll, að eilífu! Það var djöfullinn sem drap þessa kerlingu, ekki ég • • -21 Raskolnikof og Loftur eru báðir klofnir, staddir í óbærilegu tómarúmi, myrkri sem þeir verða að sigrast á, ná valdi yfir. Báðir afneita þeir því sem var — en sjá ekkert framundan. Hvorugum tekst að finna nokkuð til að trúa á annað en einhvers konar draum um yfirráð, vald valdsins vegna. Upplausn þeirra beggja og firring frá sjálfum sér gerir þeim ómögulegt að rjúfa einangrun sína með því að mynda raunveruleg tengsl við aðra, hvorugur er fær um að elska eða gefa. Móðir og systir Raskolnikofs og faðir Lofts gera til þeirra kröfur sem þeir standa ekki undir og vörn þeirra er hamslaus flótti inn í narkissíska sjálfshyggju barnsins sem heldur að það geti allt, hin hliðin á ofur- mennskudraumum barna er ævinlega vitneskjan um að þau geti nákvæm- lega ekki neitt, vanti allt sem til þarf, séu getulaus, gelt. Báðir drepa þeir til að binda endi á upplausn sína, í leit að þeim mannlegu takmörkunum sem þeim eru settar, í leit að tilfinningu, dauðanum, guði eða djöflinum — en fyrst og síðast í leit að merkingu. Og þar skiljast leiðir. Morðið verður til þess að rjúfa einangrun Raskolnikofs, það tengir hann við Sonju og ást hennar, sem hann getur speglað sig í, verður endurfæðing hans sem manneskju. Morðið sem Loftur fremur verður hins vegar til að tortíma honum. Hann hefur valið föðurinn og brennt allar brýr að baki sér, en honum tekst ekki að yfirvinna ótta sinn, tekst ekki að ná sambandi við neinn eða neitt . . . hann berst fyrir lífi sínu í lokaþættinum — en tapar. „I dimmunni áður en þú fæddist klauf hið illa vilja þinn“ segir Gott- skálk grimmi tilfinningalaust í lok verksins. Hver er Gottskálk? Það eru minnst þrjár leiðir færar til að túlka fyrirbærið sem birtist Lofti í lokaat- 302
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.