Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 48
Tímarit Máls og menningar
Þá er þess að geta að þeir draumar sem við segjum hvert öðru þegar við
vöknum, draumarnir sem við trúum dagbókinni fyrir eða sjúklingar segja
sálgreininum sínum, eru ekki bein tjáning kynferðislegra óska. Þeir hafa
farið í gegnum langt ferli, tekið breytingum og afbakast svo að þeir eru
nær óþekkjaniegir, og síðan er það verkefni sálgreinisins að endurvekja
hið upprunalega samhengi.
Freud greinir á milli hins augljósa efnis draumsins og dulinna draum-
hugsana, og afbökunina skýrir hann sem afleiðingu af „draumvörslunni“.
Hin dulda ósk þolir nefnilega ekki dagsljósið umbúðalaust, því hún er á
einn eða annan hátt í mótsögn við viðtekið álit og venjur samfélagsins.
Hún er andstæð siðferðiskennd okkar og þótt vitundin sofi þá er draum-
varslan á verði og hindrar hina ómeðvituðu ósk í að komast upp á yfir-
borðið; samfélaginu og siðmenningunni gæti stafað ógn af henni. I
Draumtúlkun eru talin upp öll meðul og klækir sem draumvarslan beitir
áður en óskin nær að sleppa í gegn. Hér gefst aðeins tækifæri til að drepa á
nokkur einfölduð dæmi sem síðan verða skýrð út frá Draumleik Strind-
bergs:
— Einn þáttur í hinum duldu draumhugsunum getur runnið saman við
annan þátt, það kallar Freud tilfxrslu.
— Einn þáttur getur tekið á sig andstæða mynd, það kallar Freud um-
snúning.
— Margir þættir geta sameinast í einn, það nefnir Freud samþjöppun.
I Draumtúlkun segir Freud til dæmis frá konu sem var sjúklingur hjá
honum. Hún segir frá draumi þar sem fram kemur persóna sem lítur út
eins og A, talar eins og B, klæðir sig líkt og C, en tekur þátt í aðstæðum
sem sjúklingurinn hafði upplifað með D. Þegar Freud grennslast eftir við
hvern hún haldi að þessi persónublanda eigi í draumnum, þá er hún öld-
ungis viss um að hún geti ekki átt við aðra en E. Persónublandan er niður-
staða af tilfærslu, samþjöppun og umsnúningi.
Skoðum nú Draumleik Strindbergs. I afar stuttu máli segir í leikritinu
frá dóttur guðsins Indra, sem stígur niður til jarðar til að athuga með eigin
augum hvernig mannfólkinu líður. Niðurstaða hennar er líka stefið í
leikritinu: „Mikið eiga mennirnir bágt“ og „Móðurmál mannsins eru
kveinstafir“. Þrjár aðrar persónur koma mikið við sögu: Málfærslumaður-
inn sem þykist þekkja mun á réttu og röngu — hann giftist dóttur Indra til
að deila með henni þekkingu sinni; liðsforinginn sem er alltaf að leita að
æskuástinni sinni; og skáldið sem spyr dótturina um guðlegt innsæi
hennar. Margar aðrar persónur koma fram í verkinu en það er erfitt að
henda reiður á þeim vegna þess að þær renna saman. klofna, breytast í
aðrar persónur, leysast upp. Eins og nafnið bendir til er leikritið draum-
310