Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 51
Strindberg og Freud lýkur hann upp dyrum leyndardómsins, en uppgötvar að hinn innsti leyndardómur er tómið. Hingað og ekki lengra nær vitneskjan sem textinn býr yfir — hingað og ekki lengra má spyrja því tómið er dauðinn og ekkertið, annað hvort steypist maðurinn í dauðann eða hafnar aftur í endurtekningunni, hversdagsleikanum og ófullkomleikanum. Það hafa skáldin alltaf vitað og skáldið í Draumleik fær einmitt þetta svar þegar hann spyr dótturina í hverju Friður og Hvíld felist. „Þey, þú mátt ekki spyrja um fleira, og ég má ekki svara!“ svarar hún. Og allt heldur áfram að versna, þar til við komum að því versta. A einum stað segir málfærslumaðurinn við dótturina: „Nú hefurðu séð það mesta, — en það versta hefurðu ekki enn þá reynt." „Hvað getur það verið?“ spyr dóttirin og fær svarið: endurtekningin, að fara til baka, byrja á nýjan leik. Að fylla aftur og aftur upp í tómið, þó að maður viti ósköp vel að það muni aldrei takast, þótt hver ný endurtekning aðgreini sig frá hinni fyrri með því einu að vera ný tilraun. Þetta Sysyfosar-strit er í Draumleik táknað með móðurinni og Kristine, sem ástundar þá iðju að fylla upp í sprungur og glufur með þeim afleiðingum að það verður alltaf erfiðara að draga andann — fá lífsloft. Það segir sjálfsagt meira en margt annað um skyldleikann á milli vitneskju sálgreiningarinnar og innsæis skáldsins að á sama tíma og Strindberg var að skrifa Draumleik gerði Freud „endurtekninguna" að lykilhugtaki í sálgreiningunni: endurtekninguna til að slá dauðanum og tóminu á frest, endurtekninguna sem kveikir bæði vellíðan og vanlíðan; vellíðan af því að við freistum gæfunnar, og vanlíðan af því að okkur mistekst; endurtekninguna sem er óhjákvæmileg og um leið tilviljana- kennd, óhagganlegt lögmál og leikur. Hugtakið „endurtekning“ er skylt því þegar Freud talar um kastrasjón (vönun), hina þrúgandi tilfinningu um missi eða vöntun sem leynist í hverjum ávinningi, eða eins og segir í Draumleik: „Við hvað á hann með ávinningi mínum?“ spyr dóttirin. Hér er kominn aftur „ávinningur" Strindbergs, hin unga Harriet Bosse, sem hann varð að afsala sér á sama hátt og allar aðrar persónur leiksins hafa þurft að fórna sínum dýrustu djásnum. En þó er eitt sem skáldið lætur ekki af hendi, innsæi sitt og píslarvætti sem er eitt og hið sama. Aths. höfundar: Sama dag og fundurinn var haldinn þar sem erindi þetta var flutt benti Árni Sigurjónsson á að til er grein um sama efni, draumtúlkunina á Draumleik. Áhugasömum lesendum skal bent á að greinin er eftir Evert Sprinc- horn og heitir: „The Logic and A Dream Play“ (í greinasafninu Strindberg. A Collection of Critical Essays. Twentieth Century Views 95. NY 1971). 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.