Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 52
Ragnhildur Richter
„Ljóðafugl lítinn jeg geymi —
hann langar að fljúga“
Athugun á stöðu skáldkonu gagnvart bókmenntahefð.
Hulda (dulnefni Unnar Benediktsdóttur Bjarklind (1881-1946)) varð fyrst
íslenskra skáldkvenna til að njóta almennrar viðurkenningar fyrir ljóða-
gerð sína. Fyrsta ljóðabók hennar, Kvxbi, kom út 1909. Ljóðabækur
hennar urðu alls sjö en auk þess liggur eftir hana mikið efni í lausu máli,
skáldsögur, ritgerðir o.fl.
Fullyrða má að Hulda hafi haft miklu betri tækifæri til að fylgjast með
nýjungum í bókmenntum en almennt var um íslensk samtímaskáld henn-
ar, hvað þá um íslenskar aldamótakonur. Faðir hennar, Benedikt Jónsson,
var einn af stofnendum bókafélagsins „Ofeigur í Skörðum og félagar“,
sem þingeyskir bændur stofnuðu á níunda áratugi 19. aldar, og má telja
víst að í uppvextinum hafi Hulda haft aðgang að ótrúlega fjölbreyttum
kosti erlendra bókmennta í eigu félagsins.1 Því má fullyrða að hún hafi
komist í náin kynni við evrópska bókmenntahefð 19. aldar og rætur
hennar því alþjóðlegri heldur en almennt gerðist um samtímaskáld hennar
hér á landi, en hún var einnig vel heima í íslenskri ljóðahefð, s.s.
eddukvæðum og þjóðkvæðum, eins og ljóð hennar bera með sér.
Skáld þurfa alltaf að takast á við ríkjandi bókmenntahefð og síðan,
meðvitað eða ómeðvitað, annað hvort að hafna henni eða játast. Þetta á
e.t.v. frekar við um ljóðskáld en sagnaskáld, þar sem ljóð sækja oft efnivið
sinn til bókmenntalegrar reynslu og hefðarinnar en efniviður sagna er
frekar fenginn úr raunveruleikanum og félagslegri reynslu.
Harold Bloom setti fram þá kenningu2 að hreyfiafl bókmenntasögunnar
sé það sem hann kallar „ótta skáldsins við áhrif“, þ.e. ótta skáldsins við að
skapa ekki verk sín sjálft heldur hafi verk fyrirrennaranna (hefðin) meiri
áhrif á hvað er skrifað heldur en vitund skáldsins. Bloom telur þetta
samband skálds við fyrirrennara sína vera sama eðlis og samband sonar og
föður, eins og Freud skilgreindi það samband. Þannig útskýrir Bloom að
314