Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 59
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ..."
lengst út í ljósið og daginn
og lífsglaðan syngja.
Helzt vildi1 hann haukum þeim líkjast,
sem hæst geta fiogið.
Fái‘ hann ei fylgt þeim til himins,
fljótt skal hann deyja.
Frelsi skáldsins er hér greinilega sett fram sem skilyrði skáldlegrar
tjáningar og fái „ljóðafuglinn" ekki að fljúga frjáls um er líf hans einskis
virði og hann best kominn dauður.
Það er eftirtektarvert að í ljóðaúrvali Huldu, Segðu mér að sunnan
(1961), sem Sigurður Nordal skrifaði inngang að um skáldkonuna en börn
Huldu önnuðust val ljóðanna í, er þessu síðasta erindi sleppt athuga-
semdalaust. En án þess dettur botninn úr kvæðinu og meginviðfangsefni
þess kemur ekki fram, þ.e.a.s. frelsisþörf skáldsins sem Hulda líkir við
flug hauksins.
I mörgum ljóða Kvœða kemur fram þrá eftir samruna við náttúruna í
þeirri vissu að náttúran sé frjáls, með því að vera hluti náttúrunnar sé hægt
að öðlast hlutdeild í frelsi hennar. Syng þú umfrelsi þitt (bls. 32) er dæmi
um Ijóð af þessu tagi. Skáldið ávarpar „frjálsan blæinn“ og þráir að
sameinast honum. Sú sameining tekst ekki og frelsisþránni er ósvalað eins
og kemur fram í lokaerindinu:
Og þó að svar minni sárhryggu þrá
sendir þú aldrei til baka,
elska jeg flug þitt og fjöllin há,
fallandi strauma og vorloftin blá,
ó, að þú vildir mig út þangað taka!
efldir þar stormvængir blaka.
Engan þarf að undra þótt þessi leið til frelsis sé skáldinu ófær. Frelsi
náttúrunnar er annars eðlis en það frelsi sem listamanninum er nauðsyn-
legt og samruni við náttúruna hefur þögn í för með sér fyrir skáldið þar
sem náttúran, skv. hefðbundnum skilningi, býr ekki yfir þeirri sjálfsvit-
und sem skáldi er nauðsynleg.
I Kvteðum birtist þráin eftir frelsi frá innilokun einkum á táknrænan
hátt í náttúrumyndum, eins og hér hefur verið rakið. I næstu ljóðabókum
Huldu, Segðu mjer að sunnan (1920) og Við ysta haf (1926) breytist
myndmálið. Eftirsóknarvert frelsi táknar Hulda enn sem fyrr með nátt-
úrumyndum, s.s. flugi fugla. En ófrelsið og kúgunin sem eru hlutskipti
kvenna í ljóðum hennar tengjast nú kvenhlutverkinu á raunsæislegri hátt,
TMM XXI
321