Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 61
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ..."
gegnum brimið sný jeg.“ Leið konunnar frá hefðinni til eigin tjáningar er
torveld því: “vogur er kaldur og báran byrst;/ þar bliknar oft neisti
fundinn.“ Sá sem þarf að fara með eldinn langa leið frá hefðinni í ein-
angrun sína á alltaf á hættu að eldurinn slokkni á leiðinni.
I ljóðinu Hlaðguður (1926, bls. 71) talar móðir sem situr yfir vöggu
dóttur sinnar. Hún sér sig í sporum drottningarinnar, móður Mjallhvítar,
þar sem hún situr við gluggann og horfir út um leið og hún saumar út:
Nú tekur þá drífan að falla á fold.
Hve fönnin skín ljósbjört við mána.
Jeg sauma við gluggann — til blóðs til blóðs.
Hve biksvört er klöppin við lána.
Jeg þarf ekki að óska jeg eigi mjer nift,
sem ebenvið, blóðið og snæinn;
í vöggunni hjá mjer það óskabarn er,
— ein ungrós við dunandi sæinn.
Eini munurinn á hlutskipti móðurinnar í ljóðinu og drottningar ævin-
týrsins er sá að kona ljóðsins hefur þegar fætt dótturina sem drottningin
óskar sér. Móðirin finnur fyrir innilokun sinni og harmar hana:
Jeg veit um land — ó, jeg veit um land,
sem vafið er þyrnum og blómum.
Jeg finn, þegar hafbáran fellur við sand,
hve fjær jeg er rósum og hljómum.
Það land sem hún veit um og þráir er greinilega land frelsis og skáldskapar.
Jafnframt því að harma innilokun sína í móðurhlutverkinu veit konan að
henni var ætlað annað hlutskipti í landi frelsisins:
Jeg veit, að jeg átti að vinna úr mold
þá vætt, er und trjárótum sefur,
og smíða úr gullinu gripi og skart,
það glampar — og veit ei hvað tefur.
Hún er þess fullviss að henni hafi verið ætlað annað og ókvenlegra
hlutskipti í lífinu heldur en raun hefur orðið á, henni var ætlað dæmigert
karlhetjuhlutverk, þ.e.a.s. að vinna stóra sigra úti í hinum stóra heimi og
uppskera ríkuleg laun. Launin (gullið) átti hún svo að nota til listrænnar
sköpunar. Konan finnur til sektarkenndar um leið og hún viðurkennir
hversu fjarlægar óskir hennar eru veruleikanum: „En sagði jeg fjær?
323