Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 69
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ...“ Fyrri hluta Þú hlustar Vör lýkur á stöku sem tengist ástarljóðunum á undan: Ofstór reyndist ástin mín öllu, er jörðin gefur. Jeg ætla að bíða — bíða þín bak við allt, sem tefur. (bls.60) I seinni hluta bókarinnar sjáum við svo að ástin sem var skáldkonunni uppspretta skáldlegrar tjáningar og frelsis reyndist sannarlega of stór. Hún afneitar henni en einbeitir sér í staðinn að dýrkun innilokunarinnar og öryggisins sem hún veitir, tryggðin hefur komið í stað frelsisins: Ef lífið launar nokkuð þá launar það tryggð. Sje nokkuð hreint í heimi er það heimilisbyggð. (bls. 72) I kaflanum Arineldur kemur beinlínis fram að við arineld innan veggja heimilisins eru sálir mannanna frjálsar: Frelsaðar þær una við eldinn þann, sem eins og fórnarlogi frá örófi brann. (bls.73) Frelsið felst ekki lengur í hreyfingu, flugi, heldur algjörri kyrrstöðu við heimiliseldinn sem mun verða óbreyttur um alla framtíð eins og hann hefur verið frá örófi alda. I Söng starfsins er svo slegið á svipaðar nótur hvað varðar dýrkun á skyldurækni og innilokun og afneitun þeirrar frelsisþrár og vitundar um gerandahlutverk sem skáldi er nauðsynleg. Þetta sést best ef yrkisefnin eru skoðuð, en flest ljóð bókarinnar eru ýmis konar tækifæriskvæði þar sem Hulda virðist sjaldnast yrkja af innri þörf, frekar að hún yrki fyrir aðra. I öðrum ljóðum bókarinnar lofar skáldið systurnar dyggð, skyldurækni og innilokun. í ljóðinu „Eitt er nauðsynlegt“ (bls. 36) leggur Hulda út af sögu Biblíunnar um frelsi kvenna til að velja sér hlutskipti, sögunni af þeim systrum Mörtu og Maríu (Lúk.10:38-42). Túlkun Huldu á sögunni er í andstöðu við túlkun ritningarinnar. Þar sem ritningin leggur áherslu á frelsi Maríu til að velja sitt hlutskipti sjálf er samúð ljóðsins með Mörtu, sem er þreytt og mæðist í mörgu: 331
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.