Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 70
Tímarit Máls og menningar — Já, einhverjir verða að vinna verkin þín, Marta kær, búum og börnum sinna, brauðgjald af höndum inna, að duft hefjist dýrðinni nær. I ljóðinu leggur Hulda áherslu á að konan, sem gegnir hefðbundnu kvenhlutverki, þ.e.a.s. lætur þarfir annarra alltaf ganga fyrir eigin þörfum á sama hátt og Marta, sé að hlýða boði Krists um fórnfýsi: „Var hún ei að hlýða því orði / að hugsa um þinn minnsta vin“. I mörgum fleiri ljóðum bókarinnar kemur fram að dyggðin, skyldu- ræknin og innilokunin eru aðeins eftirsóknarverðar fyrir konur. Þær eiga að una glaðar við þá kúgun sem karlveldið leggur á þær og þolandahlut- verkið sem henni fylgir, en ekki að sækjast eftir að vera gerendur eigin lífs. Ljóðið Borgfrúin og Márinn (bls. 22) birtir mynd af borgfrúnni sem situr við „hallarglugg“ og „saumar hjört og hindir / hjartað er laust við ugg.“ Innilokuð í höllinni er hún frjáls: „Borgfrúin saumar í frjálsum friði / sín fannhvítu silkitröf.“ Frelsi konunnar felst í því að sitja lokuð innan hallarmúranna og hugsa um riddarann sem flakkar um heiminn: „Hefur þú gleymt mér, riddari Reginn, og rósunum okkar nú? Svo hreinar þær ilmuðu yfir sorgum, að ennþá mitt hjarta slær“. Ekkert bendir til annars en hún fái að bíða lengi innilokuð „í frjálsum friði“ eftir riddaranum, ef hann þá kemur nokkurn tíma til að fylla líf hennar tilgangi. Þannig vitund um innilokun og þolandastöðu konunnar og dásömun þeirrar stöðu kemur hvergi skýrar fram en í I. hluta ljóðsins Þar, sem gaefan grrer (bls. 52): Veiztu hvar gæfan grær? Hún grær þar sem lítil mær situr við sauma, iðin, og syngur um æskufriðinn. Iðnin er æviskjól — ört veltur tímans hjól, en sæl í dal sinna dyggða býr dúfan umhyggju og tryggða. 332
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.