Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 70
Tímarit Máls og menningar
— Já, einhverjir verða að vinna
verkin þín, Marta kær,
búum og börnum sinna,
brauðgjald af höndum inna,
að duft hefjist dýrðinni nær.
I ljóðinu leggur Hulda áherslu á að konan, sem gegnir hefðbundnu
kvenhlutverki, þ.e.a.s. lætur þarfir annarra alltaf ganga fyrir eigin þörfum
á sama hátt og Marta, sé að hlýða boði Krists um fórnfýsi: „Var hún ei að
hlýða því orði / að hugsa um þinn minnsta vin“.
I mörgum fleiri ljóðum bókarinnar kemur fram að dyggðin, skyldu-
ræknin og innilokunin eru aðeins eftirsóknarverðar fyrir konur. Þær eiga
að una glaðar við þá kúgun sem karlveldið leggur á þær og þolandahlut-
verkið sem henni fylgir, en ekki að sækjast eftir að vera gerendur eigin lífs.
Ljóðið Borgfrúin og Márinn (bls. 22) birtir mynd af borgfrúnni sem
situr við „hallarglugg“ og „saumar hjört og hindir / hjartað er laust við
ugg.“ Innilokuð í höllinni er hún frjáls: „Borgfrúin saumar í frjálsum friði
/ sín fannhvítu silkitröf.“ Frelsi konunnar felst í því að sitja lokuð innan
hallarmúranna og hugsa um riddarann sem flakkar um heiminn:
„Hefur þú gleymt mér, riddari Reginn,
og rósunum okkar nú?
Svo hreinar þær ilmuðu yfir sorgum,
að ennþá mitt hjarta slær“.
Ekkert bendir til annars en hún fái að bíða lengi innilokuð „í frjálsum
friði“ eftir riddaranum, ef hann þá kemur nokkurn tíma til að fylla líf
hennar tilgangi.
Þannig vitund um innilokun og þolandastöðu konunnar og dásömun
þeirrar stöðu kemur hvergi skýrar fram en í I. hluta ljóðsins Þar, sem
gaefan grrer (bls. 52):
Veiztu hvar gæfan grær?
Hún grær þar sem lítil mær
situr við sauma, iðin,
og syngur um æskufriðinn.
Iðnin er æviskjól —
ört veltur tímans hjól,
en sæl í dal sinna dyggða
býr dúfan umhyggju og tryggða.
332