Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 80
Tímarit Máls og menningar jafnvel þá kom ekki fyrir að hann sýndi af sér hörku eða grimmd, enda varla hægt að telja hann með viljasterkari eða einarðari mönnum. En þótt hann væri ekki líkur slíkum mönnum hafði hann alltaf langað til þess. Vissulega er sú löngun frekar kjánaleg, en hvað um það: kjánaleg löngunin krækir hjá öllum hindrunum í vitund þess fullorðna og fyrir kemur að hún fylgi honum allt til elliáranna. Og þessi kjánalega löngun greip tækifærið og holdgaðist í hlutverki því sem henni bauðst. Hrokafull framkoma ökumannsins hentaði ungu stúlkunni ágæt- lega: hún losaði hana undan sjálfri sér. Því hún var umfram allt hún sjálf þegar hún var afbrýðisöm. Um leið og vinur hennar hætti fagurgalanum og varð kuldalegur, rann henni afbrýðin. Hún gat gleymt sjálfri sér og gefið sig á vald hlutverki sínu. Hlutverki sínu? Hvaða hlutverki? Hlutverki sem unnið var upp úr sorpritum. Astæðan fyrir því að hún hafði stöðvað bifreiðina var ekki sú að hún ætlaði eitt né neitt, heldur hugðist hún tæla manninn við stýrið; puttastelpan var bara auvirðileg táldrós sem nýtti sér töfra sína á unaðslegan hátt. Ungu stúlkunni veittist svo létt að setja sig í spor þessarar fáránlegu sögupersónu að hún varð sjálf bæði hissa og heilluð. Þannig sátu þau hlið við hlið: ókunnur bílstjóri og ókunnug puttastelpa. 5. Það sem unga manninum fannst hann fara einna helst á mis við í lífinu var áhyggjuleysið. Lífshlaup hans var skipulagt út í ystu æsar. Vinnan gleypti ríflega átta tíma á dag; það sem eftir lifði dagsins var gegnsýrt af þrúgandi leiða á fundahöldum og heimavinnu; og á litlausu einkalífi hans, sem aldrei fór leynt og oft hafði komið af stað slúðri og almennu umtali, hvíldi augnaráð ótal vinnufélaga, kvenna og karla. Meira að segja þriggja vikna orlof vakti hvorki með honum tilfinningu léttis né spennu; grár skuggi skipulagsins teygði sig jafnvel hingað; skortur á sumarhúsnæði olli því að hann hafði þurft að taka frá herbergi í Tatrafjöllunum með sex mánaða fyrirvara. Til þess þurfti hann meðmæli frá stjórn stéttarfélagsins á 342
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.