Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 85
Ferbaleikur
— Að pissa, ef þér er sama, og hún skundaði í áttina að plus-
klæddum þilvegg innst í salnum.
8.
Unga stúlkan var ánægð yfir að hafa skilið hann eftir steini lostinn
yfir orðinu — þótt meinlaust væri — en hann hafði aldrei heyrt það
af hennar vörum; honum fannst ekkert lýsa eins vel konunni sem
hún túlkaði og ofkeyrt daðrið í rödd hennar þegar hún sagði orðið;
jú, hún var ánægð, henni leið mjög vel; leikurinn heillaði hana;
hann vakti með henni áður óþekktar tilfinningar; tilfinninguna um
dhyggjulaust ábyrgðarleysi, til dæmis.
Hún sem sífellt var með áhyggjur af morgundeginum, skyndilega
fannst henni hún vera fullkomlega afslöppuð. Petta líf annarrar
konu, líf sem hún var allt í einu stokkin langt inn í, var líf án
blygðunar, laust við takmarkanir, laust við framtíð og fortíð,
hlutlaust. Þetta var einstaklega frjálst líf. Konan á puttaferðalaginu
var almáttug; henni leyfðist allt; að segja allt, gera allt, skynja allt.
Hún gekk í gegnum salinn og tók eftir því að horft var á hana frá
öllum borðunum; einnig þetta var henni nýstárleg tilfinning, áður
óþekkt: taumlaus ámegjan sem hún hafði af líkamanum. Fram að
þessu hafði henni ekki tekist almennilega að losa sig við fjórtán ára
unglingsstelpuna sem er með sífelldar áhyggjur af brjóstunum á sér
og þjáist af þeirri óþægilegu tilfinningu að þau skagi út í loftið fyrir
allra augum. Jafnvel þótt hún væri stolt af að vera vel gerð til munns
og handa hélt hún aftur af stærilætinu: hún gerði sér ljóst að máttur
kvenlegs þokka felst einkum í hæfileikanum til að spila á hitt kynið;
og henni fannst eitthvað vera ógeðfellt við það; hún vildi að líkami
sinn yrði aðeins fyrir þann sem hún elskaði; þegar karlmenn horfðu
á barminn á henni á götum úti, fannst henni augnaráðið snerta
leyndustu tilfinningar hennar, tilfinningar sem hún ætlaði aðeins að
deila með ástvini sínum. En nú, sem puttastelpa, kona án framtíðar;
fannst henni hún vera laus úr mjúkum böndum ástarinnar og fór að
finna ákaft til líkamans; því ókunnugri sem augnaráðin sem
beindust að henni voru, því sterkari varð holdleg fýsn hennar.
I þann mund sem hún gekk fram hjá innsta borðinu gekk slomp-
347