Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 89
Ferðaleikur
hana út með augunum; þvínæst dró hann fimmtíu króna seðil úr
veskinu og rétti henni: „Nægir þetta?“
Hún tók við seðlinum og sagði: „Þú ert nú ekkert sérlega ör-
látur.“
— Þú ert ekki meira virði, sagði hann.
Hún þrýsti sér upp að honum: „Þú ferð ekki rétt að þessu. Þú
verður að vera blíðari. Reyndu betur!“
Hún tók utan um hann og teygði varirnar í áttina að vörum hans.
En hann setti fingurna á varirnar á henni og ýtti henni rólega frá
sér. „Ég kyssi aðeins þær konur sem ég elska.“
— Elskar þú mig þá ekki?
— Nei.
— Hverja elskar þú?
— Hvað kemur þér það við? Farðu úr!
11.
Hún hafði aldrei áður afklætt sig á þennan hátt. Feimnin, hræðslan
sem heltók hana alla, kvíðinn, allt sem hrjáði hana þegar hún
afklæddist að unga manninum ásjáandi (og hún gat ekkert falið í
myrkrinu), allt þetta var nú horfið. Hún stóð fyrir framan hann,
sjálfsörugg, óþvinguð, í skjannabirtu og uppgötvaði sér til mikillar
furðu hægar, æsandi hreyfingarnar þegar hún klæddi sig úr, tilfinn-
ingu sem hún þekkti ekki áður. Um leið og hún fylgdist vandlega
með augnaráði hans tíndi hún af sér hverja spjörina af annarri,
ástríðufullt, og naut þess að afhjúpa sig hægt og rólega.
En loks, þegar hún stóð allt í einu kviknakin fyrir framan hann,
hugsaði hún með sér að nú væri ekki hægt að ganga lengra í
leiknum, að með því að tína af sér spjarirnar hefði hún tekið niður
grímuna og að nú væri hún nakin, sem þýddi að hún væri bara hún
sjálf og að ungi maðurinn yrði nú að koma til móts við hana, með
einni handarhreyfingu, hreyfingu sem mundi þurrka allt út og eftir
stæðu aðeins þeirra innilegustu atlot. Hún stóð sem sagt fyrir
framan hann og var hætt að leika; hún fór hjá sér, og eina sanna
brosið hennar, þvingað og feimnislegt, færðist yfir andlitið.
En hann haggaðist ekki, hann gerði ekkert til að binda enda á
351