Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 94
Tímarit Máls og menningar
evrópska sker sig úr hvað varðar þrjú atriði. I fyrsta lagi eru vísindin.
Framþróun vísindanna, þeirra vísinda sem fleytt hafa okkur fram á öld
tækni og kjarnorku, er sköpunarverk Evrópu. I öðru lagi er það tónlistin.
Ég ætla ekki að fara að halda því fram að annarsstaðar sé tónlistin óþekkt
fyrirbrigði! En eins margslungin, máttug og fullkomin tónlist er óhugs-
andi í öðrum menningarsamfélögum. I þriðja lagi er það skáldsagan.
Hvergi annarsstaðar hefur hún öðlast slíkan kraft, náð jafnmikilli fjöl-
breytni og fullkomnun og hér í Evrópu. Vissulega má nefna fornskáld-
söguna, þá japönsku eða kínversku, en þær eru einfaldlega ekki sambæri-
legar. A hinn bóginn hafa ýmis önnur menningarsamfélög þróað eins
langt, ef ekki lengra, aðrar tegundir listsköpunar, eins og ljóðlistina,
byggingarlistina o.s.frv.
Skáldsagan hefur því ákaflega mikilvægu hlutverki að gegna í Evrópu.
Evrópski maðurinn hefur mótast af skáldsögunni, hann er barn skáldsög-
unnar, við erum börn skáldsögunnar.
Þú hefur sagt ad nú sé ekki lengur hœgt að tala um skáldsöguna í
þjóðlegu samhengi, heldur verði að setja hana í samhengi heimshókmennt-
anna. Hvað áttu við með því?
Goethe var fyrstur manna til að vekja máls á þessu og raunar samdi
hann dálitla kenningu í kringum þessa hugmynd. Hann sagði: „Við lifum
á tímum heimsbókmennta en ekki á tímum þjóðarbókmennta.“ Þar á hann
við að ef menn vilja skilja til hlítar listrænt gildi og merkingu einhvers
verks, verða þeir að setja það í víðara samhengi, segjum evrópskt. Þetta
tengist alveg því sem ég sagði áðan: skáldsagan er evrópskt sköpunarverk.
Hún er samofin örlögum Evrópu og ef skáldsagan hverfur fer ekki hjá því
að það hefur örlagaríkar afleiðingar fyrir evrópskan hugsunarhátt.
Nú ert þú evrópskur rithöfundur eða nánar tiltekið miðevrópskur. Hver
er sá menningararfur sem miðevrópska skáldsagan hefur látið okkur í té,
okkur börnum skáldsögunnar?
Menningararfur miðevrópsku skáldsögunnar er einkum sköpunarverk
einnar kynslóðar. Það er kynslóð þeirra rithöfunda sem fæddir eru í kring-
um 1880. Einkum er þar um að ræða þrjá menn: Franz Kafka, Hermann
Broch og Robert Musil.
Ein hörmunga Evrópusögunnar, innrás Rússa í Tékkóslóvakíu árið
1968, kemur oft við sögu í verkum þínum. Nú upplifðir þú rússnesku
innrásina á sínum tíma, er h<egt að kalla skáldsögur þínar sjálfsævisögu-
legarf
Nei, ekki er það nú. Hjá ýmsum núlifandi rithöfundum tekur sjálfsævi-
sögulegi þátturinn æ meira rúm, en ég fyrir mína parta er ekkert sérlega
hrifinn af þessari stefnu og það er ekki hægt að heimfæra hana upp á
356