Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 96
Tímarit Máls og menningar
láta þýða verkið skrifar maður óhjákvæmilega með þýðandann sinn í
huga. Maður spyr sig stöðugt hvort hann skilji nú örugglega hvað maður
sé að fara. Því reynir maður að vanda orðavalið og aga stílinn. Eg legg enn
meiri áherslu á að vanda málfarið, í mínu tilfelli tékkneskuna — í þínu
tilfelli væri það íslenskan. Þótt þú segir eitthvað sem ekki er hárrétt skilur
Islendingur undireins hvað þú ert að fara því hann er vanur hvers kyns
skírskotunum og ónákvæmni eigin máls. En ef þú á hinn bóginn ávarpar
mann sem hefur lært málið á fullorðinsaldri finnur þú strax að hann er
næmari á ónákvæmni í orðafari. Onákvæmni sem ekki mundi snerta ís-
lenskan viðmælanda.
Þú takmarkar sem sagt notkun orðaleikja og slíkra stílbragða?
Nei, það er ekki það að ég takmarki eitt eða neitt. Sjáðu til. Maður
skrifar setningu sem lítur ljómandi vel út á tékknesku. Svo þegar setningin
er þýdd sér maður skyndilega, í spegli þýðingarinnar, að setningin er
dálítið ónákvæm. Þá skrifar maður setninguna upp á nýtt og fyrir atbeina
þýðingarinnar verður setningin betri. Þýðingin varpar ljósi á veiku hlekk-
ina, t.d. þegar maður gerist óþarflega fjölorður um eitthvað. Ég hef alltaf
notað fremur hefðbundið, einfalt og skýrt mál þannig að þessi vinna fellur
alveg við minn stíl. Ég legg enn meiri áherslu á að málfarið sé skýrt og
hnitmiðað. Það er því síður en svo hindrun fyrir mig að þurfa að láta þýða
verkin til birtingar.
Þú hefur skrifað afar athyglisverðar hugleiðingar um stöðu smáþjóða. A
hverju getur tilvera smáþjóðar byggst núi Hvers vegna ekki að hverfa í
fang þeirra stóru ?
Þetta er náttúrlega eilíf spurning og hún skilgreinir einmitt hugtakið
smáþjóð. Tilvera smáþjóðarinnar vekur sífelldar spurningar og er einlægt
vanda undirorpin, þess vegna neyðist smáþjóðin til þess að velta sífellt
fyrir sér merkingu tilverunnar. Enginn Rússi eða Ameríkani spyr sig
spurninga eins og: væri ekki betra að verða annar? eða: hefur heimurinn
einhverja þörf fyrir mig? Þeir eru, þeir eru til og dettur aldrei í hug að
spyrja sig slíkra spurninga. Þess vegna eru þeir svolítið heimskari en við!
Við gerum okkur ljóst að tilvera okkar vekur spurningar, og eins að við
getum horfið einn góðan veðurdag. Ef við erum íslenskir eða tékkneskir
verðum við að réttlæta tilveru okkar án afláts. Hvernig getum við réttlætt
tilveru okkar? Einkum á sviði menningarinnar, með því að sýna fram á að
okkar viðhorf til tilverunnar sé áhugavert, dálítið öðruvísi, og að þetta
sjónarmið geti hugsanlega auðgað heimsmenninguna.
Smáþjóðirnar gera sér líka ljóst að þær geta liðið undir lok. Það er meira
en hægt er að segja um Rússa og Ameríkana. En þeir eru líka dauðlegir, öll
ríki eru dauðleg, meira að segja stærstu heimsveldin. Þau gera sér bara ekki
358