Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 97
Öll erum við börn skáldsögunnar
grein fyrir því, í því felst heimska þeirra. Bjartsýnin, oftrúin á eigið ágæti,
þeirra „selbstverstándlichkeit“ þ.e.a.s. að það sé sjálfgefið að þeir séu til,
þetta er þeirra veiki punktur. Við vitum á hinn bóginn að þetta er ekki
sjálfgefið og að tilvera okkar er fallvölt. Mér hefur alltaf fundist sem
óyfirstíganlegt djúp aðskilji smáþjóðir og stórþjóðir. Við lítum ólíkum
augum á tilveruna. Við tökum oftar með í reikninginn að mannkindin er
dauðleg.
Segðu mér að lokum, Milan Kundera, ert þú bólsýnn maður?
Ég er hvorki bjartsýnn né bölsýnn. Allt sem ég segi er byggt á tilgátum.
Ég er skáldsagnahöfundur og skáldsagnahöfundurinn er ekkert fyrir það
að taka eindregna afstöðu til hlutanna. Hann veit ósköp vel að hann veit
ekkert. Hann leggur sig fram við að tjá síbreytilegar lífssýnir sinna eigin
persóna. En hann heimfærir þessar sýnir ekki upp á sjálfan sig. Hann setur
saman sögur og í þeim spyr hann heiminn spurninga. Heimska fólks felst í
því að eiga svör við öllu. Viska skáldsögunnar felst í því að eiga spurningar
við öllu. Þegar Don Kíkóti gekk út úr húsi sínu og hélt af stað út í heiminn
umhverfðist heimurinn fyrir augum hans í spurningar. Skilaboð Cervant-
esar til eftirkomenda sinna voru þessi: skáldsagnahöfundurinn kennir
lesendum sínum að líta á heiminn eins og spurningu. I heimi heilags
sannleika er skáldsagan dauð. Eða þá dæmd til þess að tjá þennan
sannleika, en það eru svik við anda skáldsögunnar, svik við Cervantes.
Hvort sem heimur alræðisins er byggður á lenínisma, múhameðstrú eða
einhverju öðru er hann heimur svara en ekki spurninga. Því miður er sá
heimur sem er að drukkna í fjölmiðlun einnig heimur svara en ekki spurn-
inga. I slíkum heimi er hætt við að ekkert rúm verði fyrir skáldsöguna,
arfleifð Cervantesar.
Friðrik Rafnsson skráði.
359