Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 107
/ staðinn fyrir formála ekki síður að geta orðið skemmtunarrit. Snorri Sturluson var ekki einasta glöggur fræðimaður og skipulegur í vinnu sinni. Hann var og í tölu bestu skemmtunarmanna sem á þessa tungu hafa ritað. Hann hafði næmt auga fyrir kátlegum atburðum og aðstæðum, kímni hans leiftrar víða af sam- tölum Gylfaginningar, einkum þegar hann er að láta hina „heilögu þrenn- ingu“ svara Gylfa eða Ganglera eins og hreinum kjána. Dæmin eru víða, en freistandi að nefna staði eins og þennan: Þá mælti Gangleri: „Hvað hafa einherjar að drykk, það er þeim endist jafngnóglega sem vistin, eða er þar vatn drukkið?“ Þá segir Hár: „Undarlega spyrðu nú, að Alföður mun bjóða til sín konungum eða jörlum eða öðrum ríkismönnum og muni gefa þeim vatn að drekka! Og það veit trúa mín að margur kemur sá til Valhallar er dýrt myndi þykjast kaupa vatnsdrykkinn ef eigi væri betri fagnaðar þangað að vitja, sá er áður þolir sár og sviða til banans.“ SnE bls. 50. I beinu framhaldi af þessu kemur svo frásögnin um geitina Heiðrúnu og mjöðinn sem rennur úr spenum hennar — og óborganleg athugasemd Ganglera: „Það er þeim geysihagleg geit!“ — Sú grátbroslega mynd sem þarna er dregin af himnaríkissælunni, draumi þess sem aldrei fær nóg af miðinum görótta, á sér naumast hliðstæðu í norrænum bókum. Anna Holtsmark bendir á (1964 bls. 21) að forliðurinn geysi- komi ekki fyrir í eldri ritum en í Eddu, en þar á einum sex stöðum. Telur hún höfundinn sækja þetta stílbragð beint í talmál samtíðarinnar í því skyni að gefa tali Gylfa „naivan" eða hálfeinfeldningslegan blæ. Sama telur hún gilda um „það veit trúa mín“, sem kemur fyrir oftar en einu sinni í textanum. Oft gerir Snorri góðlátlegt eða búandlegt grín úr goðsögunum, t.d. þegar hann rekur frásögnina um Loka og Skaði Þjassadóttur (SnE bls. 81) og Loki fer í fágætt reiptog við geithafurinn. En fæstir nútíðarmenn munu lesa Eddu einungis sem skemmtirit. Hún gefur auðvitað ómetanlegar upplýsingar um sögulegan grunn íslensks hugsunarháttar og hugmyndafræði. Goðsögur hennar voru til skamms tíma eign hversdagsfólks í þessu landi, sagnaarfur sem ausið var af í líkingum og máli. Þeim sem þetta ritar var kennt það barni að rúðurnar „grétu Baldur úr Helju“ þegar döggin settist á þær. I dimmum gjótum átti hann þess einlægt von að mæta skepnu sem hann kallaði „Fernisúlf" og setti víst í alþýðlegt samband við „fernisolíu“. Enn má og benda mönnum á að athuga vinnubrögð höfundarins Snorra. TMM XXIV 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.