Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 114
Tímarit Máls og menningar
mannlífsins. I öllu sem er á lífi er aldrei „allt“ gefið fyrir fram, eða
samkvæmt orðatiltækinu, „listin er spegill mannlífsins": „Spegill“ gefur
réttilega til kynna hversu brothætt þetta samband er og það hve sam-
slungnar „myndin" og „spegilmyndin“ eru.
Annars konar viðhorf eru líka fyrir hendi: að líta á listina að mestu utan
frá sem saklausa skemmtun eða afþreyingu. Eitthvað sem á að vera alger
andstæða fræðilegrar hugsunar, kannski eitthvað sem fremur mætti fella
undir að vera „fallegt“ eða „sniðugt“ eða annað í þeim dúr. Og því jafnvel
vísað frá að list geti sjálf verið fræðigrein. (Sem hún auðvitað er og menn
viðurkenna stundum að einhverju leyti ef þeir sjálfir fá ,,listadelluna“.) Og
geri hún sig líklega til að vera eitthvað annað en skrautverk, sem ekki
skaðar að veki smá nautnafiðring, verði að telja það lýti eða vansmíð á
tilteknu verki. En „afstöðuleysi“ (stundum uppgert) í garð listar er
jafnframt „ábyrgðarleysi“ og „sinnuleysi" gagnvart lífinu sem hún
sprettur úr. Hlutverk „lélegrar listar" er öðru fremur að tyggja ofan í
upplifarann „eitthvað“ sem honum er þegar fullvel kunnugt um. („Gervi-
list“ er „mötun“ á „gervilífi".) En það er hins vegar sérkenni á list að vera
ávallt pínulítið ný og því pínulítið til alls vís. I þessu litla nýja er að finna
orsök þess af hverju svo margir eru smeykir við list og þar með líf hvers
tíma. A því hvernig menn bregðast við listinni má ráða hvers eðlis hún er.
II.
Það að hægt sé að einbeita sér við gefnar aðstæður er ekki aðeins
keppikefli allra (lista)manna, heldur nauðsynlegt til þess að það, sem á eða
þarf að segja nái að fullsegja sig í áþreifanlegu efni. Ef spurt væri hverjar
væru gefnar aðstæður íslenskra listamanna nú á tímum yrði svarið (eftir
nokkra umhugsun), að æ fleiri (lista)verk væru „hálfsögð". Þ.e. verk þar
sem samband hugar og handar er tilviljanakennt; sjúkdómseinkenni á
tímum þegar fólk finnur ekki nægilegan tíma til (nauðsynlegrar) ein-
beitingar. I hverju horni er hálfsögð list. Islensk nútímamenning er hægt
og hægt að fá á sig yfirbragð hálfkveðinnar vísu. En það umhugsunarverð-
asta er, að menning einbeitingarleysisins virðist ekki geta gert sjálfri sér
skil en flöktir þess í stað frá einu í annað og týnir sér smám saman.
íslendingar (sem sést á listalífi þeirra) eru alltaf að týna sér meir og meir;
„íslenskur veruleiki“ er þeim nú þegar orðinn sleipur í höndum, fáséður
feimnum augum, og orðfár á tæpitungu. „Týni“ menn upprunanum, týna
þeir um leið útlöndum og verða útlendingar í eigin landi.
376