Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar mannlífsins. I öllu sem er á lífi er aldrei „allt“ gefið fyrir fram, eða samkvæmt orðatiltækinu, „listin er spegill mannlífsins": „Spegill“ gefur réttilega til kynna hversu brothætt þetta samband er og það hve sam- slungnar „myndin" og „spegilmyndin“ eru. Annars konar viðhorf eru líka fyrir hendi: að líta á listina að mestu utan frá sem saklausa skemmtun eða afþreyingu. Eitthvað sem á að vera alger andstæða fræðilegrar hugsunar, kannski eitthvað sem fremur mætti fella undir að vera „fallegt“ eða „sniðugt“ eða annað í þeim dúr. Og því jafnvel vísað frá að list geti sjálf verið fræðigrein. (Sem hún auðvitað er og menn viðurkenna stundum að einhverju leyti ef þeir sjálfir fá ,,listadelluna“.) Og geri hún sig líklega til að vera eitthvað annað en skrautverk, sem ekki skaðar að veki smá nautnafiðring, verði að telja það lýti eða vansmíð á tilteknu verki. En „afstöðuleysi“ (stundum uppgert) í garð listar er jafnframt „ábyrgðarleysi“ og „sinnuleysi" gagnvart lífinu sem hún sprettur úr. Hlutverk „lélegrar listar" er öðru fremur að tyggja ofan í upplifarann „eitthvað“ sem honum er þegar fullvel kunnugt um. („Gervi- list“ er „mötun“ á „gervilífi".) En það er hins vegar sérkenni á list að vera ávallt pínulítið ný og því pínulítið til alls vís. I þessu litla nýja er að finna orsök þess af hverju svo margir eru smeykir við list og þar með líf hvers tíma. A því hvernig menn bregðast við listinni má ráða hvers eðlis hún er. II. Það að hægt sé að einbeita sér við gefnar aðstæður er ekki aðeins keppikefli allra (lista)manna, heldur nauðsynlegt til þess að það, sem á eða þarf að segja nái að fullsegja sig í áþreifanlegu efni. Ef spurt væri hverjar væru gefnar aðstæður íslenskra listamanna nú á tímum yrði svarið (eftir nokkra umhugsun), að æ fleiri (lista)verk væru „hálfsögð". Þ.e. verk þar sem samband hugar og handar er tilviljanakennt; sjúkdómseinkenni á tímum þegar fólk finnur ekki nægilegan tíma til (nauðsynlegrar) ein- beitingar. I hverju horni er hálfsögð list. Islensk nútímamenning er hægt og hægt að fá á sig yfirbragð hálfkveðinnar vísu. En það umhugsunarverð- asta er, að menning einbeitingarleysisins virðist ekki geta gert sjálfri sér skil en flöktir þess í stað frá einu í annað og týnir sér smám saman. íslendingar (sem sést á listalífi þeirra) eru alltaf að týna sér meir og meir; „íslenskur veruleiki“ er þeim nú þegar orðinn sleipur í höndum, fáséður feimnum augum, og orðfár á tæpitungu. „Týni“ menn upprunanum, týna þeir um leið útlöndum og verða útlendingar í eigin landi. 376
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.