Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 47
Hvað er póstmódernismi?
mundssonar, sem leitast við að skapa ævintýraveröld innan þekkjanlegs ís-
lensks nútíma? Eða kannski í Kaldaljósi Vigdísar Grímsdóttur, þessari ljóð-
rænu þroskasögu sem virðist í senn vera táknræn og raunsæ?
Saga Vigdísar vekur þó spurn um hvenær samhæfingin er í rauninni „aftur-
hvarf“ til raunsæilegrar sagnagerðar. I þessu samhengi finnst mér mega líta á
nýjasta verk suður-ameríska furðuraunsæisins sem birst hefur í íslenskri þýð-
ingu: Hús andanna eftir Isabel Allende. Að mínu mati rís sú bók hæst sem í
senn ljóðrænt og pólitískt raunsæisverk. Andstætt því sem gerist í áðurnefndri
bók García Marquez eru hin „magísku" einkenni sögunnar undirskipuð real-
ískum sannfæringarmætti hennar, (raunar stundum þannig að mér finnst þau
líkt og til „skrauts").
Kannski er óréttmætt að nota orðið „afturhvarf" um svona verk. Frekar er
um að ræða markverða endurnýjun eða endurnæringu raunsæisins. Hvað sem
allri sögulegri flokkun og hagræðingu líður megum við ekki skilja raunsæið
alltof þröngum skilningi. Mér finnast verk Dickens, eins helsta raunsæishöf-
undar 19. aldar, iðulega vera með mjög magískum blæ og sama má segja um ep-
ísk verk Halldórs Laxness á okkar öld. Og með hliðsjón af áðurnefndum
tengslum sagnagerðar, tungumáls og veruleikaskynjunar má gera ráð fyrir
sögulegum sveigjanleika raunsæishugtaksins. En ég held að raunsæið sé tölu-
vert bældur þáttur í nýjum hugmyndum um stöðu skáldsögunnar. Ekki er gert
ráð fyrir raunverulegri virkni þess, þótt það sé sú tjáningaraðferð sem er í nán-
ustum tengslum við opinbera málnotkun samfélagsins.
Þessar vangaveltur eru sprottnar af efasemdum mínum gagnvart hugmynd-
um um samhæfingu raunsæis og módernisma. Þær bera of mikinn keim af ein-
ingu og lausn, einsog vel sést í nýrri bók eftir Lindu Hutcheon: A Poetics of
Postmodernism.2* Að hennar mati felst póstmódernismi í því að innleiða sögu-
legar hefðir á svið verksins en grafa þar jafnóðum undan þeim; sýna hvernig
þær virki sem skýring á veruleikanum en sýna um leið að þær standist ekki.
Póstmódernisminn tekur hverskonar mótsagnir í þjónustu sína og leikur sér að
þeim; hann er alltaf bteði og. Módernismi og realismi eru þar ljúfustu leikbræð-
ur og hafa gengið upp í einn samnefnara. Sumir kunna að velta fyrir sér hvort
sá aragrúi dæma sem Hutcheon nefnir um póstmódernisma skilji eftir nokkurt
pláss fyrir nýlegar skáldsögur sem eru ekki póstmódernískar. Þá má spyrja
hvort vera kunni að það sé leshátturinn sem er póstmódernískur fremur en
verkin. Sú spurning kemur aftur við sögu.
En það hafa komið fram enn djúptækari hugmyndir um einingu i nafni póst-
módernismans, hugmyndir sem lúta að samhæfingu hámenningar og afþrey-
ingar. Að mati Theodors Adorno eru bæði hámenningarlist nútímans og af-
þreyingariðnaðurinn opin sár auðvaldsþjóðfélagsins. Hvort um sig er helft
frelsis sem rifið hefur verið sundur - og helmingarnir falla ekki saman.25 Af-
þreyingariðnaðurinn býður upp á skemmtun sem rúin er listnautn og samræm-
ist sjálfvirku neyslukerfi kapítalismans. Innan hámenningar verður módern-
437