Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 47
Hvað er póstmódernismi? mundssonar, sem leitast við að skapa ævintýraveröld innan þekkjanlegs ís- lensks nútíma? Eða kannski í Kaldaljósi Vigdísar Grímsdóttur, þessari ljóð- rænu þroskasögu sem virðist í senn vera táknræn og raunsæ? Saga Vigdísar vekur þó spurn um hvenær samhæfingin er í rauninni „aftur- hvarf“ til raunsæilegrar sagnagerðar. I þessu samhengi finnst mér mega líta á nýjasta verk suður-ameríska furðuraunsæisins sem birst hefur í íslenskri þýð- ingu: Hús andanna eftir Isabel Allende. Að mínu mati rís sú bók hæst sem í senn ljóðrænt og pólitískt raunsæisverk. Andstætt því sem gerist í áðurnefndri bók García Marquez eru hin „magísku" einkenni sögunnar undirskipuð real- ískum sannfæringarmætti hennar, (raunar stundum þannig að mér finnst þau líkt og til „skrauts"). Kannski er óréttmætt að nota orðið „afturhvarf" um svona verk. Frekar er um að ræða markverða endurnýjun eða endurnæringu raunsæisins. Hvað sem allri sögulegri flokkun og hagræðingu líður megum við ekki skilja raunsæið alltof þröngum skilningi. Mér finnast verk Dickens, eins helsta raunsæishöf- undar 19. aldar, iðulega vera með mjög magískum blæ og sama má segja um ep- ísk verk Halldórs Laxness á okkar öld. Og með hliðsjón af áðurnefndum tengslum sagnagerðar, tungumáls og veruleikaskynjunar má gera ráð fyrir sögulegum sveigjanleika raunsæishugtaksins. En ég held að raunsæið sé tölu- vert bældur þáttur í nýjum hugmyndum um stöðu skáldsögunnar. Ekki er gert ráð fyrir raunverulegri virkni þess, þótt það sé sú tjáningaraðferð sem er í nán- ustum tengslum við opinbera málnotkun samfélagsins. Þessar vangaveltur eru sprottnar af efasemdum mínum gagnvart hugmynd- um um samhæfingu raunsæis og módernisma. Þær bera of mikinn keim af ein- ingu og lausn, einsog vel sést í nýrri bók eftir Lindu Hutcheon: A Poetics of Postmodernism.2* Að hennar mati felst póstmódernismi í því að innleiða sögu- legar hefðir á svið verksins en grafa þar jafnóðum undan þeim; sýna hvernig þær virki sem skýring á veruleikanum en sýna um leið að þær standist ekki. Póstmódernisminn tekur hverskonar mótsagnir í þjónustu sína og leikur sér að þeim; hann er alltaf bteði og. Módernismi og realismi eru þar ljúfustu leikbræð- ur og hafa gengið upp í einn samnefnara. Sumir kunna að velta fyrir sér hvort sá aragrúi dæma sem Hutcheon nefnir um póstmódernisma skilji eftir nokkurt pláss fyrir nýlegar skáldsögur sem eru ekki póstmódernískar. Þá má spyrja hvort vera kunni að það sé leshátturinn sem er póstmódernískur fremur en verkin. Sú spurning kemur aftur við sögu. En það hafa komið fram enn djúptækari hugmyndir um einingu i nafni póst- módernismans, hugmyndir sem lúta að samhæfingu hámenningar og afþrey- ingar. Að mati Theodors Adorno eru bæði hámenningarlist nútímans og af- þreyingariðnaðurinn opin sár auðvaldsþjóðfélagsins. Hvort um sig er helft frelsis sem rifið hefur verið sundur - og helmingarnir falla ekki saman.25 Af- þreyingariðnaðurinn býður upp á skemmtun sem rúin er listnautn og samræm- ist sjálfvirku neyslukerfi kapítalismans. Innan hámenningar verður módern- 437
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.