Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 47
armiklu málsóknarhlutverki. Meira en víða erlendis. Það eru fœrri um tunguna. Hver mál- notandi vegur þyngra. Já. Og þessi hreintungustefna setur okkur kröfu um að orðin nálgist að vera gagnsæ, að við stöndum í nánari tengslum við al- menning en víða í öðrum löndum þar sem orð úr grísku og latínu eru viðstöðulaust tekin inn í málið. Islendingar erufrjálsari og kannski aga- lausari í nýyrðasmíð en margir aðrir. Já, við höfum meira leyfi. Það er eitthvað í gangi enn, það er verið að búa til ný orð, má t.d. ekki segja eids heldur eyðni o.s.frv. Það eru nokkur skemmtileg nýyrði í nýju bókinni þinni, t.d. lýðlýðveldi. . . Já það er nú bara þýðing á hinu þýska demokratische republik sem er furðuleg tátólógía. Annars var ég ekki bara að hugsa um nýyrðasmíð heldur líka að bull og skáld- skapur fœri einhvern veginn út landhelgi málsins. Það að brjóta niður kerfið sé jafn- framt að skapa nýtt. Hefurðu eitthvað hugs- að út í þetta sjónarmið? Að skáld skemmi málið á uppbyggilegan hátt. Ja, maður vinnur ekki markvisst að því að búa til bull. En það er til dæmis þetta þegar maður breytir föstum orðatiltækjum og segir til að mynda um kött að hann sé ekki mikill fyrir kött að sjá—og í Moldvörpunni segir að englunum séu mislagðir vængir — og svo framvegis. Eða eins og Megas sagði einu sinni í smásögu um hund sem dó, að skömmu áður hefði hann tekið á móti þeim gesti sem hann hitti síðast, hundinum með ljáinn. Oft er litið á svonalagað sem brand- ara, en vissulega gefur þetta víddir á ein- hvem hátt. Eða í kvæði þama í nýju bókinni minni þar sem talað er um að hafa allt til einskis, sem er tilbrigði við það að hafa allt til alls. Þegar þú ferð að skoða þetta orðalag slær það þig hvað það hlýtur að vera hrika- Iegt að hafa allt til einskis. Mér sýnist vera dálítið um óhugnaðar- myndir í nýju bókinni þinni, það eru blóð- sugur, það rignir blóði, einnota augastein- ar, Ijón sem étur bréfbera, kviðrista innan frá. Hingað til hefur ekki verið mikið um óhugnað í bókum þínum. Ja, þú segir nokkuð. En þó má ekki gleyma að í „Síðustu rannsóknaræfing- unni“ deyr fólk unnvörpum. Er það ekki meira eins og fyndni en óhugnaður? Þú vilt þá ekki kannast við þetta? Þetta er þama óneitanlega; ég veit ekki hvers vegna. Plönin eru mörg Eg hef alltaf hrifist af því í bókmenntum til dæmis þegar menn ganga algjörlega út á enda og taka ýtrustu afleiðingum af ein- hverju sem er eins og algjörlega út úr fasa. Ekki bara eitthvað að daðra við það heldur virkilega klára dæmið. Áhugi minn á skrýtnu og knöppu formi er kannski að nokkru leyti sömu ættar. Það er að segja að setja sjálfan sig í alveg hrikalega spenni- treyju áður en maður fer að gera eitthvað. Eg hef hrifist óskaplega af frásögnum um bók eftir franskan höfund sem heitir George Perec. Hann hefur skrifað skáldsögu sem ég hef því miður ekki lesið enda ekki læs á frönsku; en það mun vera skáldsaga í fullri lengd, og það sem er merkilegt við hana er að bókstafurinn e kemur þar hvergi fyrir og er þó algengasti stafurinn í frönsku. Hún heitir víst La disparition, Hvarfíð. TMM 1991:2 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.