Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 113
dómnum á þessu sviði enda bar fólk þá sig bara eftir björginni í Kanaútvarpinu og erlendum útvarpsstöðvum. Af skrifum á bls. 92 mætti ráða að Luxemborgarútvarpið hafi ekki náðst nema í Vestmannaeyjum. Þetta er misskilningur. Unglingar um stóran hluta landsins hlustuðu á þessa og fleiri erlendar stöðvar. Að vfsu vom hlustunarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu oft verri en úti á landi og þegar nætur voru bjartar vor og sumar voru hlustunarskilyrði oftast lé- leg. Á Akureyri heyrðist t.d. ágætlega í erlend- um stöðvum allan veturinn. Alvörutónlist og afsakanir Á bls. 111 er nokkuð stór fuliyrðing: „. . . hljómsveitimar (lögðu) til atlögu við flókna hljómabyggingu og stóðu svonefndri al- varlegri tónlist ekki langt að baki í því efni“. Frá bæjardyrum undirritaðs er engin leið að bera saman þessa svokölluðu framsæknu rokktónlist og „alvarlega tónlist". Form þessara framsæknu rokkverka er yfirleitt tilviljanakennt bull, oft fallegt og skemmtilegt, rétt er það, en sú fegurð er oftast miklu meira tilkomin í hita augnabliks- ins en að um sé að ræða djúphugsaða form- skipan. Það er algjört höfuðatriði að rokk- fræðingar séu ekki að afsaka áhuga sinn á þess- ari tónlist með því að halda því fram að þrátt fyrir allt megi setja eins konar samasemmerki milli hennar og „alvarlegri" tónlistar. Með þessu háttalagi er verið að draga rokktónlistina í svaðið. I framtíðinni má vel vera að þessar tvær greinar tónlistar sameinist á einhvem ófyrirséðan snjallan hátt, en á slíku bólarekki. Við einlægir aðdáendur rokktónlistar eigum það ekki skilið að þurfa að hlusta á þessar afsakanir manna sem ennþá eftir öll þessi ár virðast skammast sín fyrir eigin tónlistarsmekk. Fagurfræðilegur lýðræðisvettvangur Á bls. 181 talar höfundur eins og svæsnasti bókmenntafræðingur þegar hann segir: „I pönk- inu gátu menn dýrkað hnignun fagurfræði úr- kynjunar í siðmenningu sem virtist á hverfanda hveli“. Dýrka unglingar „fagurfræði úrkynjun- ar“? Álfka klístrað er að gefa í skyn að rokkið sé meðvitaður „lýðræðislegur vettvangur" æskulýðsins (t.d. á bls. 182 og hvað eftir annað í síðasta kaflanum). En það er sjálfsagt ósann- gimi af undirrituðum að gefa höfundi ekki tæki- færi til að koma félagsfræðilegum vangaveltum að. Síst ætla ég að neita því að rokkið sé líka félagslegt fyrirbrigði og þar með líka viðfangs- efni félagsfræðinga. Það er líka rétt hjá höfundi þegar hann telur dægurlög hafa átt beinan og óbeinan þátt í átök- um þessa tímabils. Athugasemdin um kaupmáttarskerðinguna 1983-85 (b!s.213)másvo sem standa af því að ég er sammála henni en auðvitað ætti að orða hana á hlutlægari hátt. En hvað hið sögulega félagslega hlutverk óskipulagðrar æsku varðar má nú spyrja þegar upp er staðið hvort æskan hafi ekki allan þennan tíma verið verkfæri borgarastéttarinnar til auk- inna áhrifa. Hefur markaðshyggja t.d. minnkað á þessu tímabili fyrir tilstuðlan æskulýðshreyf- inga? Á síðustu tveimur síðum bókarinnar kveður allt í einu við annan tón. Rokkið er „núna í slagtogi við gróðaöfl" og „þannig fer ávallt fyrir uppreisnarmönnum“. Uppreisnin er „ekki jafn hrein og ómenguð og fyrr“. Hvað gerðist og hvenær? Spyr sá sem ekki veit. í síðari hluta bókarinnar er samræmingar ekki alveg gætt, sumt er endurtekið eða þá að ráð virðist fyrir því gert að bókin sé lesin aftan frá. Á bls. 153 er t.d. allt í einu í framhjáhlaupi minnst á „Spilverkið“ gjörsamlega upp úr þurrn. Flestir kannast sjálfsagt við það, rétt er það, en innan fárra ára vita það fáir og þessi kynning verður óþægileg. Ýmsar smáaðfinnslur og athugasemdir Það var 1951 og 1952 að fjörkippur kom í íslenska hljómplötuútgáfu, en ekki 1954. Erla Þorsteinsdóttir söng ekki „O, pabbi TMM 1991:2 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.