Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 14
Þorsteinn frá Hamri Sigfús Daðason Kveðja við útför 23. des. 1996 Sigfús Daðason, sem í dag er kvaddur hinztu kveðju, gat í nafni þeirrar skáldskaparlegu ráðvendni sem hann var alþekktur fyrir, gengið svo langt að beita hugþekkustu endurminningu, og sjálfan sig um leið, vægðarlausri krufningu, eins og eftirfarandi ljóð hans vottar: Árum saman hafðirðu ætlazt til einhvers af endurminningunni. Þú hélzt að hún væri almáttug, þú hélzt að hún mundi vinna óútskýran- leg stórvirki. En einn dag varð þér traust þitt grunsamlegt. Hún sagði þér til dæmis að endur fyrir löngu hefðirðu leikið þér ásamt öðrum börnum að seglbátum við árós ... undir flóð ... Ó hvílíkt sjónhverf- ingaspil endurminningarinnar: hvít léreftssegl og spegilsléttur árós og bráðum byrjaði að falla út. En smámsaman sannfærðist þú um að það hafði ekki verið flóð, að árósinn hafði ekki verið sléttur sem spegill, að bátarnir höfðu ekki verið seglbátar; að þú hafðir aldrei leikið þér að seglbátum við árós. Lengi veittirðu þeirri vitneskju mótspyrnu, þó öll rök mæltu í gegn hinni auvirðilegu blekkingu endurminningarinnar, blekkingunni sem þú hafðir löng ár verið svo huglaus að færa líf þitt að fórn. Af sama toga var sprottin gjörhygli Sigfúsar og hörð krafa varðandi inni- stæðu orða og hugmynda. „Orð / ég segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. / Tign mannsins segja þeir / þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr / né með hverju þeir geti borgað.“ Varhygð Sigfúsar gagnvart tundri orðanna gerði að verkum að hann viðhafði sjaldan stóryrði í ræðu eða riti, og fjölyrti einungis í þágu ýtrustu nákvæmni; málflutningur hans var agaður og ljós og einkenndist af gát og fyrirvörum, sem sízt af öllu áttu þó skylt við þá loðmullu sem þykist taka tillit til alls, en útrýmir um leið hverri hugsanlegri merkingarögn sem að málefhinu lýtur. Því eru ritgerðir Sigfúsar svo yfirtak markvissar og skilmerkilegar, hvort sem þær fjalla um alþjóðamál, íslenzk þjóðmál, bókmenntir eða hvað eina annað; og því eru ljóð hans svo auðug og örlát til langframa, fjársjóður djúpra sanninda og heitra ástríðna sem að baki blunda. Þar flytur frumleg og tær hugsun áleitnar orðsendingar, oft einungis á milli línanna, og heldur inntaki þeirra betur til 4 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.