Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 17
SIGFÚS DAÐASON sérstæða máta, kímnigáfan einstök; og hversu fáránlegu flugeldaskrauti eða moldviðri menn kusu að sveipa hátterni sitt, lifnaðarhætti eða listbrögð, öðrum að meinalausu, var þess ekki að vænta að Sigfús Daðason gengi í þann kór, sem seint og snemma slær hneykslunartóninn, tjáningarmiðil skinhelg- innar. Svo sem að líkum lætur var Sigfús skilningsríkur, hvetjandi og hollur allri viðleitni ungra manna í skáldskaparmálum. Ungur að árum hafði hann ásamt félögum sínum átt í höggi við lágkúrulegustu fordóma sem hér ríktu í garð bókmenntalegrar nýbreytni, og gekk þá sjálfur í forvígi til varnar skáldskapnum sem alkunnugt er og seint fyrnist. Að því sögðu sem að framan greinir ber þess að minnast að mannlýsing getur að vísu verið í grófum dráttum sönn, en aldrei algild; allir menn taka umtalsverðum breytingum í tímans rás, og sína mynd af Sigfúsi Daðasyni geyma aðrir menn, mér eldri jafnt sem yngri. Á þessari stundu þykir mér reyndar sem hver tilraun til að fjalla um Sigfús sé dæmd til að verða yfirborðsleg og af vanefnum ger, svo var persónuleiki hans djúprættur, hugsun hans heimspekileg og víðfeðm. Sakir þess meðal annars fer ég hér fæstum orðum um það sem hæst ber í orðstír hans: þann stóra galdur sem liggur í ljóðum hans og gerir þau þeim mun áleitnari sem lengra líður. Allt sem ég hef að þakka Sigfúsi Daðasyni verður heldur ekki tíundað hér, og yrði vísast óþarflega fyrirferðarmikil úttekt á sjálfum mér. Ef til vill tækist mér ekki að forðast þá „viðloða tilfinningasemi", er hann nefnir svo í einu ljóða sinna og hafði litlar mætur á. Það var enginn hægðarleikur að auðsýna Sigfúsi þær þakkir sem menn töldu sig eiga honum upp að inna, án þess að fá á tilfinninguna að það beinlínis særði rótgróna hógværð hans. En þess skal getið, að allt frá því að fundum okkar bar saman undir lok sjötta áratugarins, þegar hann var nýkominn heim frá menntabrunnum Parísar og ég tvítugur stráklingur, voru skipti okkar slík að hann var mér ímynd veglyndis og drengskapar; og einhvern veginn hefur hann reynzt mér sí-nálægur gegnum árin, jafnt þó að langt liði milli samfunda. Slík voru áhrif Sigfúsar á þá sem honum kynntust, dýrmætt leiðarhnoða inn í dagana, á tímum sem á marga lund leitast við að sundra inntaki og innileik hinna kyrrlátu stunda. „Merk- ingar þagnarinnar fallnar í fyrnsku", segir Sigfús í einu hinna nýlegri ljóða sinna, sem að nokkru leyti kallast á við annað ljóð, Spekingarnir gömlu, þar sem meðal annars segir: Spekingarnir gömlu og slitnu sem ég þekkti þegar ég var ungur þeir komu stundum langa leið heiman frá sér til að létta mér lífið TMM 1997:1 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.