Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 26
HALLDÚR BJÖRN RUNÓLFSSON og hafna annarri úr íjölda mögulegra samsetninga. Ekkert í ferlinu kemur listamanninum á óvart enda er allt ferlið tilreitt íyrirfram.8 Bukdahl benti einnig á vanda gagnrýnenda frammi fyrir tölvulist. Þeir þyrftu að leggja á sig ómælda vinnu til að skilja til fullnustu þær öru tæknibreytingar sem verða nær mánaðarlega í listheimi sýndarveruleikans. Það er mögulegt að gagn- rýnendur frá einhverju stórveldanna í tölvuheiminum gætu fylgst svo vel með þróun hátæknihugbúnaðar að þeir væru færir um að leggja listrænt mat á það sem fyrir augu þeirra ber á skjánum. Hins vegar er útilokað að gagnrýnendur frá minni háttar þjóðlöndum á sviði tölvutækni geti fylgt eftir hröðustu breytingum á hinum alþjóðlega hugbúnaðarmarkaði og gert sig dómbæra á gæði nýjustu afurða. Hræddastir eru þó listamenn við þá gífurlegu flatneskju sem við þeim blasir í menningu upplýsinga- og margmiðlunarsamfélagsins. Bukdahl bendir á að bæði Heinesen og bandaríski hugmyndlistamaðurinn Joseph Kosuth vari við þeirri hugmyndaþurrð sem einkenni sjónvarp og margmiðl- un í menningarlegum efnum. Lögmálið „meira af því sama“ virðist drepa öll skapandi frávik á skjánum. Þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar ráða mestu um gerð sjónvarps- og margmiðlunarefnis er öllum skapandi mögu- leikum smám saman varpað fyrir róða. Hinir fjölmörgu og stórkostlegu möguleikar skjámiðlanna lúta hvarvetna í lægra haldi fyrir þeirri blekkingu sem Kosuth telur að haldið sé á lofti í nafni lýðræðis: Kröfunni um að menning og listir séu færðar á viðráðanlegt plan fyrir almenning svo hvert mannsbarn skilji það sem fram fer.9 Kosuth spyr hvernig færi fyrir vísindum og tækni ef þeim fræðum væri sífellt skotið fyrir dóm almennings með sama hætti og listir?10 Hví hefur hinn almenni borgari ekki heimtað lýðræðislegan rétt sinn til ályktana í málum sem varða læknisfræði, lögfræði, verkfræði eða önnur ámóta sérfræði? Hví viðurkennir hann þekkingarleg takmörk sín í þeim efnum þegar hann heimtar úrslitavald í málefnum menningar og lista eins og þar væri ályktunargáfa hans takmarkalaus? Bukdahl benti á mögulega leið út úr þessum ógöngum með því að vitna til hugmynda Mogens Moller, annars dansks myndhöggvara sem hélt því fram að gagnrýnendur gætu víkkað áhrifasvið sitt með því að koma á opinni umræðu um nýjar leiðir í myndlist. Hún nefndi einnig listmálarann Dorte Dahlin sem telur að umræðan um listaverkið sé langt frá því að vera á þeim vitrænu nótum sem hún gæti verið og ætti að vera, einkum ef tillit er tekið til vinnunnar sem liggur listaverkinu til grundvallar. En við hverju er að búast í heimi þar sem hraði myndbirtingar á skerminum er í öfugu hlutfalli við þann tíma sem menn þurfa til að komast til botns í listaverki? Og Else Marie Bukdahl vitnar í franska heimspekinginn Jean-Fran^ois Lyotard máli sínu til stuðnings. Lyotard heldur því fram að það sem mannshugurinn þarfnist 16 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.