Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 29
MIÐJAN OG JAÐARINN saman og menningarlegir múrar láta undan þrýstingnum. Neðanjarðarferl- ið á sér nú stað á mun breiðari grundvelli en áður. Um leið slævast mörkin milli þess sem áður taldist skýlaust ofanjarðar og hins sem var ætíð í felum. Bianchi gat þess jafnframt að ofan á alla þá fjölþættu óreiðu sem heggur að rótum gömlu kyrrstöðunnar legðist nú alnetið — internetið — með öllum sínum upplýsingaleiðum, samtengingum, margmiðlunar- og leitar- þjónum, umbreytingum og upplýsingaflæði. Opnunin sem fylgir í kjölfarið er ekki ólík þeirri mynd af þúsund pöllum sem þeir Gilles Deleuze og Félix Guattari sáu fyrir í bók sinni Mille plateaux14. Með vakandi huga á hver maður að geta nýtt sér þá óteljandi möguleika sem hvarvetna blasa við þar sem mengi ólíkra félags-, upplýsinga- og menningarstrauma skarast. Það er ekki einungis miðjan og jaðarinn sem nú eru á reiki heldur daglegt líf manna í sínum smæstu einingum. Listin og menningin eiga ekki að þurfa að bíða færis á að taka þátt í þessari fljótandi en ljúfu óreiðu. Jaðarsvœðið Finnland og innantóma miðjan í máli finnska listfræðingsins Liisu Lindgren kom að mörgu leyti fram andhverfa þess sem Bianchi sagði. Erindið sem hét Notesfrom the Periphery or How the Cultural Location ofFinland was Deftned — „Minnispunktar af jaðrinum eða hvernig menningarleg staðsetning Finnlands var skilgreind" — fjallaði um hvernig fámenn þjóð í afskekktu landi reynir að hasla sér menningarlega stöðu. í pólitísku andrúmslofti eftirstríðsáranna, með skuldabaggann á herðunum og í skugga einangrunar urðu Finnar að stýra menningarpólitík sinni með afar markvissum hætti. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá sem koma sunnar úr álfunni að skilja þá sérstæðu stýringu sem Lindgren lýsti, líkt og menningarleg ímynd þjóðarinnar væri sjálft lífsakkeri hennar. íslendingum ætti þó ekki að bregða við umfjöllun um menningarpólitík reista á þjóðlegum grunni því þótt hér hafi aldrei verið rekin eins markviss stefna og sú finnska í málefnum menningar og lista höfum við alltaf haft landið og sérstöðu þjóðarinnar í huga þegar þau málefni hefur borið á góma. Svo virðist sem munurinn sé sá að Finnar fundu sig knúna til að stýra menningu sinni eftir ákveðinni braut af ótta við að glata henni ella. Við fórum léttar í sakirnar, vissir um að menning okkar mundi lifa ef hún væri látin óáreitt og henni veittur ákveðinn móralskur stuðningur. En eftir að hafa hlýtt á Liisu Lindgren er ég ekki viss um nema við hefðum átt að taka ákveðnari pól í hæðina og marka okkur mun markvissari menningarstefnu. Það er eins og okkur hafi alltaf skort rök fyrir þróttmikilli og virkri pólitík í þeim efnum, nokkuð sem Finnar höfðu á hreinu þegar frá upphafi. TMM 1997:1 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.