Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Qupperneq 36
GUNNAR J. ÁRNASON íslendinga sérstaka sem þjóð. Myndlist aftur á móti hefur ekki sömu rætur í sögu þjóðarinnar heldur er þetta tjáningarmáti sem þeir hafa tileinkað sér á síðustu tímum eft ir fyrirmynd annarra menningarþjóða í nábýli við okkur, sömu þjóða og þeir hafa verið að tryggja sjálfstæði sitt gagnvart. Það hefur því alltaf verið talin viss hætta á því að listamenn þjóðarinnar, a.m.k. þeir sem eru vanþroska og rótlausir, láti glepjast af erlendri menningu og innleiði hugsunarhátt og tjáningamáta sem er ekki þjóðinni eiginlegur, sem sagt að við förum að tala tungum tveim og samhengi menningarinnar slitni. í byrjun var svarið við þessum efasemdum einfalt. Svo framarlega sem myndefni listamanna tilheyrði íslendingum þá gátu þeir verið nokkuð öruggir um að hin listræna tjáning tilheyrði þeim líka. Með því að mála landið var eins og málarar væru að segja: „við höfum tileinkað okkur erlendan tjáningarmáta, en í þágu lands og þjóðar.“ Ef innihaldið var íslenskt þá mátti sýna visst umburðarlyndi gagnvart framandi stílbrögðum. Það var við slík skilyrði sem myndlistargagnrýni birtist á þriðja og fjórða áratugnum. Mér sýnist að gagnrýni hafi haft tvennan tilgang í fyrstu. Annars vegar var henni ætlað að kynna almenningi hina ungu listgrein og yfirvinna fáfræði og fordóma hinna óupplýstu, sannfæra fólk um að myndlist ætti fullan rétt á sér á við aðrar listgreinar í íslensku menningarlífi, veita þeim myndlistarmönnum sem voru að koma fram á sjónarsviðið hvatningu og aðhald. Hins vegar þótti nauðsynlegt að greina verðuga frá óverðugum, góða list frá lélegri, standa á varðbergi gagnvart óeðlilegum erlendum áhrifum, gegn loddurum og falsspámönnum, sem voru heilaþvegnir fylgismenn er- lendrar hugmyndafræði og tísku. Þannig hafa viðvörunarljósin blikkað öðru hverju þegar erlend hugmyndafræði hefur látið á sér kræla, eins og ex- pressjónismi, abstrakt list, taschismi, geómetríska málverkið, popp listin, og ekki síst „bolsjévismi“ konseptlistarinnar (eða „hugmyndafræðilegrar listar" eins og hún hefur stundum verið kölluð). Þrátt fyrir þetta kemur fram ákveðinn tvískinnungur sem mætti hugsan- lega túlka sem óöryggi eða jafnvel vanmetakennd þegar kemur að því að Islendingar treysti eigin dómgreind eða íslenskra gagnrýnenda, sem kemur einna gleggst fram í því að þeir hafa meiri trú á dómgreind annarra en okkar sjálfra. Sú upphefð sem kemur að utan hefur ávallt vegið mun þyngra en sú sem er fengin í heimagarði. Það reyndi hins vegar ekki verulega á myndlistargagnrýni fyrr en með tilkomu abstraktlistarinnar. Abstraktlistin mætti tortryggni og efasemdum bæði meðal almennings og listamanna sjálfra. Hvernig átti nú að gera greinarmun á þeim sem voru enn sannir í sinni list, en ekki þrælar erlendra tískustrauma? Kannski var þetta góð og gild list í París, en var þetta fullgild íslensk list? Gat hún tilheyrt íslenskri menningu? 26 TMM 1997:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.