Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 39
Á BÁÐUM ÁTTUM
að. Ef við ættum að draga saman hvað felst í þessari arfleifð þá mætti nefna
eftirfarandi boðorð gagnrýnandans.
• Gagnrýni skal styðja og hvetja heimaræktaða myndlist.
• Gagnrýni er brjóstvörn gegn erlendum áhrifum sem lauma sér inn í
íslenskt menningarlíf.
• Öll gagnrýni byggist á persónulegri sýn, sem þýðir tvennt.
• Hver og einn verður að reiða sig á eigið brjóstvit.
• Allt sem þarf til að meta og dæma um gæði listaverka er til staðar
í íslenskum veruleika, hvort sem það er sameiginleg menning eða
þjóðarvitund.
• Varast skal hugmyndafræði, merkimiða og framandi tískur.
Ég ætla ekki að fara út í að gagnrýna slíka hugmynd um „persónulega sýn“,
þótt það sé ýmislegt sem mæli gegn henni. Því jafnvel þótt við gæfum okkur
að hún stæðist þá lendir gagnrýni sem byggir á slíku viðhorfi í ógöngum. Til
að byrja með þá gerir hún nánast út af við hugmyndina um gagnrýni sem
slíka og snýr henni upp í andstæðu sína. Gagnrýni, hvort sem hún beinist að
myndlist eða einhverju öðru, sprettur af viðleitni til að finna sameiginlegan
grundvöll fýrir skiptar skoðanir. Jafnvel þótt hún lýsi skoðunum einstaklings
þá er henni beint að ótilgreindum hópi manna til að fá þá til að skoða og
hugsa með gagnrýnandanum, gefa færi á íhugun, endurskoðun og hlutlægu
mati. Gagnrýni er ekki ætlað að festa í sessi þögult samkomulag byggt á
dularfullu sálrænu lögmáli. Þvert á móti þá sprettur gagnrýni upphaflega af
þeirri þörf að staðsetja sig utan við fyrirframgefið samkomulag eða norm.
Hættan er líka sú að áherslan á perónulega sýn hafi þveröfug áhrif, þ.e.a.s.
í staðinn fýrir að hver og einn reiðir sig á eigið brjóstvit þá reiða flestir sig í
blindni á brjóstvit einhvers annars, sem sagt þess sem þeir treysta best, sem
við getum kallað, „fulltrúa fólksins" eða „fulltrúa okkar“ í málefnum listar-
innar,- Einhvern sem hefur áunnið sér tiltrú meðal almennings og sem hann
treystir fýrir því vandaverki að afhjúpa loddarana og krýna meistarana. En
gagnrýnendur eiga ekki að vera gúrúar sem leggja blessun sína yfir lista-
menn, sérstaklega ekki í smærri samfélögum eins og íslandi þar sem gagn-
rýnendur eru oft á tíðum einnig listamenn.
Óstaðbundin gagnrýni
Aðstæður hafa breyst töluvert og gagnrýni sömuleiðis, bæði hefur listheim-
urinn breyst, og einnig íslenskt listalíf. Stöðugur straumur ungra listamanna
berst úr öllum áttum og aðgangur að upplýsingum um myndlist hefur aukist
jafnt og þétt. Nú er krafan um að líta á hinn íslenska listamann sem fullgildan
TMM 1997:1
29