Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 45
EITT LETTERS BRÉF TIL ÚTKJÁLKAKRÍTÍKERS menningar. Þú varst sosum ekkert af skafa ofan af hlutunum þegar við ræddum saman undir fjögur um íslenska myndlistarmenn og rithöfunda; þú kallaðir þá þröngsýna og kjarklausa afdalagæja og pæjur. En seinna um kvöldið heyrði ég ekki betur en að þú legðir þig í líma við að verja þessa sörnu íslensku listamenn þegar norskur semíótíker, sem nýverið hafði haldið dáldið mislukkaðan fyrirlestur yfir þremur hræðum í Norræna húsinu, reyndi að gera lítið úr íslenskri menningu; þú fórst meira að segja að vitna í Islendingasögurnar og draga fram ýmis önnur dæmi um menningarlega yfirburði íslendinga í aldanna rás; klykktir svo út með fjálglegum lofsöng um óumræðilega snilld Bjarkar. Það var þá sem ég uppgötvaði að í rauninni værir þú haldinn týpískri meirimáttarkennd okkar „heimsmiðjusinna“. Eða kannski varstu bara að segja eitthvað svipað og Texasbúar sögðu um Lyndon B. Johnson forseta, nefnilega að vissulega væri hann skíthæll, en hann væri þó alltént skíthæll frá Texas. Þú fyrirgefur, ég er að burðast við að nota orðið „útkjálki“ eins og hlutlægt hugtak í þjóðfélagslegum skilningi, svo ég geti dregið upp sæmilega áreiðan- lega mynd af því menningarumhverfi sem þú kemur til með að hrærast í eftir langt og strangt framhaldsnám í strúktúralisma við aðskiljanlega evrópska háskóla. Endur fyrir löngu var ég sjálfur í svipuðum sporum og því stendur upp á mig að leiða þig í allan sannleika, ekki síst vegna þess að þú varst svo vænn að splæsa á mig ansi mörgum sjússum þarna í Elaparanda. Það sem ég ætla að segja þér er kannski ekki alltaf uppörvandi, en láttu það ekki á þig fá. Ég er í rauninni að lýsa fyrir þér ákveðnum leikreglum fremur en annmörk- um, reglum sem þú átt vissulega kost á að endurskoða og breyta þér í hag að vissu marki, svo frerni þú gerir þér ljóst að þú stendur aldrei uppi sem óskoraður sigurvegari í leiknum, fremur en í stóru rúllettunni í Monte Carlo. Þú ert á hraðleið inn í menningarsamfélag sem er ekki ósvipað því samfélagi sem mannfræðingurinn Claude Levi-Strauss gaumgæfði í brasil- ískum borgum á borð við Sao Paulo og skrifaði um í bók sinni Tristes Tropiques. Þetta menningarsamfélag er á stærð við Álaborg í Danmörku. Samt er það að burðast við að vera sjálfstætt ríki og verður því að setja sig í sérstakar stellingar, öfugt við Álaborg sem fær að vera í friði nreð sinn smábæjarbrag. Stundum minnir þetta dvergríki okkar mig á barn sem er nýlega farið að standa á fótunum, en neyðist til að kjaga um í kjólfötum föður síns og draga á eftir sér bæði ermar og skálmar. Til að geta sett sig í réttar stellingar þarf dvergríkið okkar að hafa aðgang að einstaklingum sem eru tilbúnir að gerast fulltrúar fyrir helstu starfsgrein- ar, áhugamál og hagsmuni sem finnast í sérhverju menningarsamfélagi sem vill standa undir nafni, fulltrúar bæði gagnvart öðrum þegnum ríkisins og umheiminum. Það gefur auga leið að í dvergríkinu okkar er ekki ýkja mikið TMM 1997:1 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.