Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 53
FRUMMYNDIN SEM HVARF að gerð þeirra krefst svipaðrar kunnáttu og hæfileika og gerð frummyndar- innar, meðan hin eiginlega „kópía“ er framleidd með vélrænum aðferðum og í eins mörgum eintökum og mann lystir. Þessi skilningur dugar auðvitað engan veginn til, enda hafa listamenn sjálfir leikið sér að því að snúa út úr honum. Það má til dæmis rifja upp verkaröð franska listamannsins Robert Filiou sem hann nefndi Bienfait, mal fait, pas fait. í hverju þeirra verka var sami hluturinn — til að mynda einfaldur smákassi — settur fram þrisvar og stimplaður með viðeigandi orðum: Fyrstvar hluturinn vel gerður (bienfait), þá illa gerður (malfait) og loks látinn ógerður (pasfait). Þessi verk ráðast ekki aðeins gegn viðteknum hugmyndum um handverk í listum, heldur kollvarpa þau einnig hugmynd- um okkar um það hvað eftirmynd er. Við sjáum að í sumum tilfellum getur fjarvera hlutarins verið eitt af birtingarformum hans — eftirmynd hans. Vandamálið um frummynd og eftirmynd kemur líka víða fram í daglegu lífi okkar. Við vitum vel að þvottaefnið sem við kaupum er framleitt í þúsundum pakka á dag, en samt greinum við tegundina að frá öðrum og segjumst alltaf kaupa sama þvottaefnið. Við gerum upp á milli húsgagns sem frægur hönnuður hefur smíðað og nafnlausrar eftirlíkingar; það gæti jafnvel hugsast að einhverjir veldu frekar illa hannaðan stól bara vegna þess að hann beri nafnið og sé þannig í einhverjum skilningi meira „óriginal“. Líkt og í listum er aðgreining af þessu tagi vandasöm. Neysluvörur hafa alltaf verið fjölfaldaðar, alltaf fjöldaframleiddar, og viðskipti með vörur byggja á því að hvert eintak sé eins nauðalíkt öllum hinum og kostur er, bæði að stærð og gæðum. En j afnvel hér greinum við á milli vinnu handverksmannsins annars vegar, jafnvel þótt hann hafi eytt ævinni í að gera sama hlutinn aftur og aftur, og vöru sem fjölfölduð er í vélum. Hvað á manni síðan að finnast um vörumerki á borð við Classic Coke eða Colgate Original Formula? Vanda- málið er svo snúið að auglýsingamenn geta jafnvel gefið í skyn að útbreidd- asti svaladrykkur heimsins sé á einhvern hátt einstakur. Eftirmyndun og fjölföldun hafa lengi tíðkast í listum eins og Benjamin benti á, en í samtímalist er þetta orðið eitt af tækjum listamannsins sjálfs. Grafíklist er auðvitað elsta formið þar sem fjölföldun telst beinlínis liður í listsköpun- inni, en þar er líka hvert eintak númerað og merkt til að tryggja að það sé í að minnsta kosti einhverjum skilningi einstakt. Eftirprentanir listaverka urðu vinsælar þegar litaprentun var orðin nægilega góð til að skila nokkurn veginn helstu blæbrigðum málverka, en datt síðan úr tísku og er nú næstum óþekkt. I staðinn hefur vegur veggspjaldanna aukist og upp af þeim er nú TMM 1997:1 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.