Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 55
FRUMMYNDIN SEM HVARF Það er greinilega eitthvað við bækur sem gerir þær frábrugðnar málverk- um og skúlptúrum. Hér má jafnvel frekar líta á prentaða textann sem frummynd heldur en handrit höfundar, því hann er jú endanleg útgáfa meðan að handritið er bara uppkast. Bókin er frábrugðin listaverkinu að því leyti að hún á sér ekki fastan stað í tíma og rúmi, hvað sem bókasöfnurum kann að finnast. Hún er ekki bara hér og nú. Bókin er vissulega sögulegur hlutur — hún er undir sömu sögulegu lögmál seld og aðrir hlutir — en aðeins ef við skoðum hana sem hugverk ffekar en einstakan ákveðinn hlut. Að þessu leyti svipar bókinni meira til tölvugagna en listaverka. Texta má dreifa í ótal útgáfum og jafnvel þýða á ólík tungumál, og samt er hver útgáfa jafngóð hinum, svo framarlega sem í henni eru engar alvarlegar villur. lolvur sýna okkur að bókin þarf ekki einu sinni að vera til sem höndlanlegur hlutur og þarf því ekki að vera til í neinum endanlegum fjölda eintaka. í netheiminum eru engin takmörk; að minnsta kosti er ekki hægt að tala af neinni skynsemi um þau takmörk sem þar kunna að finnast. Listaverkið er mun betri fyrirmynd en bókin ef við viljum íjalla um sögulegt eðli verka, einmitt vegna þess að það á sér alltaf ákveðinn stað í tíma og í rúmi. Þetta felur í sér að öll dreifmg á listaverkinu verður að vera, ef svo má segja, fr á annarri hendi—annað hvort í hreinni eftirmyndun, eða þannig að listaverkið sé þýtt yfir á eitthvert annað merkingarbært form, oftast í texta. Þannig erum við komin að því að fjalla um hlutverk gagnrýnandans og listfræðinganna. Þegar listaverk verður þáttur í orðræðu brýtur það af sér ýmsa hlekki sögunnar — það er ekki lengur bundið af því að vera einstakur hlutur á ákveðnum stað og á tilteknum tíma. En um leið gengur það inn í söguna á ný sem liður í miklu og síbreytilegu ferli orðræðunnar. í þeim skilningi verður listaverkið líkara athöfn en hlut og eins og Njáll sagði, þá orkar allt tvímælis þá gjört er. í sögunni, og einkum í sögulegum straumi orðræðunnar, opinberast merking hluta smátt og smátt, og ávallt í samhengi við aðra hluti og viðburði. Það sem virðist nú kann að virðast annað seinna. Sagan ræður merkingu hlutanna, en ákvarðar hana aldrei í eitt skipti fyrir öll. í orðræðunni er merking því ávallt breytileg; hana má endurtúlka á hvaða augnabliki sem er og af nær hvaða ástæðu sem vera vill. Þessar breytingar eru jafnframt ófyrirsjáanlegar og því er óhætt að segja að sá sem leggur út í straum orðræðunnar leggi allt undir án þess að ráða nokkru um endalokin. Hann getur ekki tryggt að framlag hans þýði á endanum það sem hann hélt TMM 1997:1 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.