Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 56
JÓN PROPPÉ eða vildi að það þýddi. Þar með tekur hann áhættu, því orð eru dýr og þegar maður hefur einu sinni sleppt þeim frá sér er engin leið að taka þau aftur. Aðrir geta þá höndlað þau og beitt þeim eins og þeim sýnist. Undir þessi örlög fellur listaverkið líka þegar það er orðið hluti af orðræðunni, lista- mönnum, lesendum og jafnvel gagnrýnendunum sjálfum til mikillar ar- mæðu. Það hefur lengi vafist fyrir mönnum að skilgreina hlutverk gagnrýnand- ans í list og því kann að virðast sem verið sé að bera í bakkafullan lækinn með því að flækja málið enn frekar og segja, eins og hér hefur í raun verið gert, að við þurfum líka að skilgreina hlutverk listaverksins í gagnrýninni. Samt er það einmitt þetta sem við þurfum að gera ef við ætlum að skilja samhengi listanna og gagnrýninnar orðræðu. Oftast viljum við hugsa okkur gagnrýni sem eins konar undirleik við laglínu listanna, eitthvað sem tekur upp og fýllir út í það sem listamaðurinn hefur dregið upp. Það var Adorno sem batt þessa hugmynd í kenningu: Gagnrýni túlkar anda listaverksins á grundvelli þeirra þátta sem í verkinu birtast, hún stillir þessum þáttum saman andspænis andan- um eins og hann birtist fyrir þeim. Þannig vekur gagnrýnin sannleika sem er handan við fagurfræðilega samsetningu. Þess vegna er gagn- rýnin nauðsynlegur stuðningur listaverkinu. Gagnrýnin dregur fram sannleiksinnihald listaverkanna í anda þeirra .. ? Þessi orð ylja gagnrýnendum þegar heimurinn hefur snúið við þeim baki, en því miður er hér frekar um markmið eða hugsjón að ræða en raunveru- leika. Samband listaverks og gagnrýninnar er í raun miklu óræðara. Við sjáum að þótt listaverkin séu auðvitað ávallt tilefni gagnrýninnar umræðu, kveikjan að umræðunni og það sem við viljum að gagnrýnin vísi ávallt til, þá fer það oft svo að listaverkið virðist næstum óþarft. Og ef við skiljum gagnrýni svo að orðið nái til allrar listapressunnar, til allrar listaumræðu í öllum miðlum, þá virðist hlutverk listaverksins enn óverulegra. Lítil listsýn- ing sem aðeins örfáir sjá getur jafnvel orðið tilefni þvílíkrar umræðu að hver pólitíkus mætti teljast fullsæmdur af ef verk hans hlytu slíka athygli. Ekki svo að skilja að verið sé að hafna listaverkinu —- eða öllu heldur starfi listamanns- ins. Það er bara svo að umfang og útbreiðsla gagnrýninnar er oft margfalt meiri en listaverksins sjálfs. Listamenn geta aðeins brugðist við þessu með því að viðurkenna hvernig komið er og reyna að gera ráð fyrir þessu í verkum sínum og starfi. Þeir verða, með öðrum orðum, að læra að nýta sér stöðuna. Eins og Hannes Lárusson sagði á umræðufundi listamanna og safnstjóra fyrir nokkrum árum, þá 46 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.