Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 58
JÚN PROPPÉ
hinn upprunalegi sannleikur sem mæla má alla umræðu við, er listaverkið í
raun bara eitt birtingarform umræðunnar, hliðstætt öðrum.
Vandinn felst ekki í því að finna frummyndina innan um eftirmyndirnar,
heldur að skilja hvernig listaverk öðlast merkingu í merkingarbæru sam-
hengi — í samhengi orðræðunnar. Það er engum vandkvæðum bundið að
finna frummyndina ef maður stendur framrni fyrir henni; maður bara
bendir og segir: Þetta er frummynd, þetta er eftirmynd og þetta er frásögn
af frummyndinni. En það skýrir á engan hátt samhengi listar og gagnrýni,
listaverka og sögulegrar umræðu um listir, ekki frekar en einföld tilvísun eða
„referens“ skýrir allt tungumálið.
Um leið og orð er talað eða listaverk sett fram til sýningar duga slíkar
skýringar ekki lengur. Frummyndarinnar er ekki að leita handan við flókinn
vef orðræðunnar, heldur í honum. Ef gagnrýnandinn á að leita sannleikans
í listinni, eins og Adorno vildi, verður hann að gera það í orðræðunni miðri
því listaverkið sjálft verður hluti af henni um leið og listamaðurinn hefur
sleppt af því hendinni.
Aftanmálsgreinar
1 Benjamin, Walter. „Das Kunstwerk in Zeitalter seiner technischen Reproduzierbarkeit“ í
llluminationen. Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, 1980.
2 Adorno, Theodor W. Ásthetische Theorie. Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, 1970.
48
TMM 1997:1
k