Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 64
LAKIS PROCUIDIS því hvað orðið „smiðja“ getur verið ferskt, frjósamt og nákvæmt hugtak, og það er í rauninni jafngamalt listinni. Það var eina leiðin sem mér var enn fær til að ná verkum Gombrowicz aftur upp á yfirborðið. Orðið „smiðja“ var dásamlegt orð, fullt af dulúð og yfirnáttúrulegri orku. Þegar ég var búinn að melta það fylltist ég krafti og fannst ég geta komið auga á það hvað þetta var frumlegt og mikilvægt verkefni. „Smiðja“ var mér í senn greið leið burt frá kenningum sem verða til fjarri og stundum gegn ætlun listamannanna og leið ffá blaðri blaðamanna, blaðri sem þeir halda að sé lýðræðisleg umfjöllun en er í raun innantómt blaður þar sem tölur og skoðanakannanir koma í stað listræns gildismats. Semsagt, til að ljúka þessu sögulega yfirliti, þá var „smiðja“ staður þar sem tvenns konar reynsla skarst í einum punkti: tímarnir undir handleiðslu Kundera og lestur minn á verkum Gombrowicz. Á árunum eftir að ég lauk vinnunni við Gombrowicz áttaði ég mig á því að með því að með því að tengja hugtökin „smiðja“ og „skáldsaga“ gerði ég í rauninni ekkert annað en að undirstrika þá staðreynd að skáldsagan er listgrein. Smiðja var því ekki einungis orð sem veitti mér færi á að setja skáldsöguna alfarið í öndvegi gagnvart því sem um hana er skrifað. Hún var eitthvað annað og meira: fagurfræðileg hugmynd sem spannaði gervalla sögu listar skáldsögunnar. Og að það gæti orðið gagnlegt til að eyða þeim misskilningi sem oft vill loða við skáldsöguna. Það er auðvelt að staðhæfa að skáldsagan sé listgrein, en það er jafn erfitt að skilgreina þá listgrein. Menn halda því staðhæfmgunni og láta undir höfuð leggjast að sanna hana. Og það sem verra er, menn gera erfiðleikana kosti og lýsa því yfir að skáldsagan geti verið allt og ekkert, þetta sé innihalds- laus listgrein og að skáldsagnahöfundar séu listamenn sem enga hafi lista- gyðjuna. Að vera í „smiðjunni“, lesa verkið ofan í kjölinn, hefur því verið afar gagnlegt í því skyni að fá fólk til að átta sig á því að skáldsagan er listgrein. Vitaskuld eru þetta ekki ný sannindi fýrir þá sem skrifa skáldsögur, en smiðjan getur hjálpað þeim sem stunda bókmenntarýni til að losna út úr ruglinginum og ná aftur áttum. Ruglingi sem mig langar að gera hér stuttlega grein fyrir. 1. Sháldsagan og bókmenntir Bókmenntirnar eru ekki listgrein sem slíkar, heldur hugtak sem búið var til yfir allar greinar orðlistar; bókmenntirnar sem slíkar koma þannig lista- mönnum minna við en til dæmis uppeldisfræðingum eða sagnfræðingum. 54 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.