Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 66
LAKJS PROGUIDIS tjáningu einstaklingsins í öndvegi. Skrifin gera ekkert úr því sem er sérstakt við meistaraverk, úr öllum tilraunum til að skapa eitthvað sérstaklega mik- ilvægt, og beita sér fyrir lýðræðislegri lágkúru sem ekki þolir að til séu afburðaverk. Þau gera hugmyndina um listina að áfanga á leið mannsins til þroska. Þau fara með okkur frá sögu formsins yfir í heim póstmódernískrar sambræðslu. Þau reyna að sigrast á tegundum, viðmiðunum, sögulegum og landfræðilegum einkennum, með því að setja saman hnattræna allsherjar- óperu, til að hampa skrautsýningu skrifanna. 3. Evrópa Margir þeirra sem hugsað hafa um skáldsöguna og smíðað um hana kenn- ingar líta á hana sem evrópska uppfmningu. Enn fleiri eru þeir þó sem telja að flestar skáldsögurnar séu skrifaðar í Evrópu, en að hver menning, jafnvel hver þjóð, hafi sína tegund skáldsögu sem sé jafngild hinum. Þar sem þetta mál hefur aldrei verið útkljáð af heinu viti — það er að segja án þess að hugsa á forsendum landafræði eða hugmyndafræði — hefur þeim sem eru þeirrar skoðunar að hvert land hafi sína sérstöku skáldsagnahefð tekist að ná yfirráðum í kennslubókum í bókmenntum, í menntakerfinu, alfræðibókum, umræðu í háskólum og á bókmenntamarkaðnum. Það skiptir höfuðmáli fyrir evrópsku skáldsöguna og anda Evrópu að gangast ekki undir þetta og láta ekki undan slíkri þröngsýni. Því það sem mestu skiptir er ekki að komast að því hver eigi skáldsöguna, heldur að komast að því hvort hún myndar eða myndar ekki fagurfræðilegan heim með sínum einkennum, lögmálum, sinni þróun, vexti og áhrifum á mann- inn. Um heim allan stunduðu menn hvers konar athafnir og sýningar, en ég veit ekki til þess að nokkur maður andmæli því að harmleikurinn sé upp- runninn í Aþenu. Og það er ekki nóg með að mönnum detti ekki í hug að andmæla því, heldur hefur fjöldi sérfræðinga reynt að átta sig á séreinkenn- um lýðræðis í Aþenu með því að rannsaka harmleikina sem þar urðu til. Það nákvæmlega sama á við um skáldsöguna og Evrópu. Menn átta sig aldrei til fullnustu á gundvallarþáttum menningar Evrópu ef þeir skilja ekki að skáldsagan er það listform sem hefur átt hvað stærstan þátt í að móta hana. 4. Upphaf og uppmni Þegar ég var að undirbúa fimmta hefti Smiðju skáldsögunnar, sem var helgað Rabelais, kom ýmislegt mér þægilega á óvart. Meðal þess var stórkostleg grein Erlings E. Halldórssonar þar sem hann sagði frá þýðingu sinni á verkum Rabelais. Það sem sló mig þó mest var sá mikli fjöldi skáldsagnahöfunda sem 56 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.