Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 73
PÖGNIN í ORÐUNUM sameiginlegt með þeim tveimur. Eldri sögukonan vill ekki skrifa Góðu bókina sem ætlast er til að hún skrifi og hún vill ekki skrifa sögu Sölu. Samt gerir hún það. Hvað eftir annað rjúfa báðar sögukonurnar frásögn Sölu til að gera truflandi athugasemdir við hana, benda á að hún komi þeim ekki við, jafhvel reyna að stöðva söguna — en það hefur engin áhrif á Salome Kjartansdóttur. Hún segir samt frá. Fullkomlega ástríðulaust, án minnsta áhuga á áheyranda sínum, án nokkurrar tilraunar til að tæla hina konuna með frásögninni eða hafa áhrif á hana. Hin konan hugsar um ævintýrið af Mjallhvíti; hvítan snjóinn, svarta íben- viðargluggakistuna og rautt blóð drottningarinnar. Byrjun ævintýrisins segir ffá þrá kvenna eftir barni, fagurri dóttur, og eldri sögukonan heldur áfram: En snjór, venjulegur snjór, byrgjandi glugga, lokandi dyrum, færandi í kaf bæinn og útihúsin, hindrandi með ófærð öll samskipti við fólk í alls ekki fjarlægri grennd landslagslega séð, sá snjór er ömurleg staðreynd, engum skiljanleg til fulls, nema af eigin reynslu. Vetrar- snjór barnæsku minnar var hluti af hversdagsleikanum, sem ekki er til neins að tala um, jafn náttúrlegur og sauðburður og sláturtíð, fæðing og dauði, strit, sultur og saðningargleðin, þegar nóg var til að borða. (89) Snjórinn er hér tengdur innilokun kvennanna og sögukonan leiðir vetrar- snjóinn í frjálsum hugrenningatengslum að fæðingu og dauða, hungri og saðningu, líkamlegum frumþörfum, líkama kvennanna. Hún heldur áfram og segir: En — ef akfærir vegir hverfa undir snjóinn, ef þú lokast inni í þessari hvítu fegurð dögum, vikum, mánuðum saman, — þá verður snjórinn affur snjór. Þessi snjór sem Sala talaði um og við hefðum átt að vera sammála um. Var það vegna þess að ég hafði átt svo lengi heima á Suðurlandi, að ég vildi ekki — gat ekki — ekki þá að minnsta kosti, — samþykkt það sem hún sagði um snjóinn á Hamri? Eitthvað innra með mér reis öndvert gegn henni. En ég sagði ekkert. (89) Yngri sögukonan segir ekkert, enda veit hún ekki hvað það er sem hún vill segja. Hún þekkir einangrunina sem fylgir snjónum og þær Sala „hefðu átt að vera sammála“ um hann. Hún þekkir líka þögnina. Það „eitthvað“ sem rís öndvert gegn Sölu er falið í þögninni. Allt sem snertir líkama konunnar er útilokað í opinberri orðræðu samfélagsins sem þær báðar eru mótaðar af. Þegar Sala ílendist á Hamri er það vegna veikinda Herborgar sem liggur stundum fyrir á daginn: „Það var aldrei talað um það. Það var víst eitt af þessu hjá konum, sem ekki er talað um, þú veizt. Hún var rétt orðin fimmtug." (24) TMM 1997:1 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.