Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 82
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÚTTIR
haust2. Einnig hefur sagan sjálf nýlega verið endurútgefin hjá Hinu íslenska
bókmenntafélagi.
Þótt rúmlega tvær aldir skilji þessar tvær skáldsögur frá nefndri kvikmynd
tel ég að öll verkin þrjú eigi rætur sínar að rekja til þeirrar greinar bókmennt-
anna sem kallast skálkasögur (la novela picaresca)3. Öll verkin þrjú hafa unga
karlmenn sem aðalpersónu og „skoðanda“ þess sem fyrir þá ber í rás
frásagnarinnar. Öll lýsa þau ferðalagi þessarar persónu um heiminn og
samskiptum hennar við ótal aðrar persónur. í öllum þremur verkunum eru
heimspekilegar vangaveltur um tilvist mannsins áberandi og þá sérstaklega
um hvort örlög mannsins séu fyrirfranr ákveðin (forlagahyggja) eða hvort
hann ráði örlögum sínum sjálfur (sé frjáls). í öllum þremur verkunum er
frásagnaraðferðin mörkuð gráglettni og íroníu sem skipar þeim í flokk
heimspekilegra skemmtibókmennta.4
Skálkasögur
Vitaskuld flokkast ekkert þessara verka sem hreinræktuð skálkasaga, enda er
sú skilgreining bundin við mun eldri bókmenntaverk. En ég tel þó að þær
eigi rætur sínar að rekja til þessarar fornu bókmenntategundar sem hefur
haft víðtæk áhrif á bókmenntir síðustu þriggja alda. Hugtakið skálkasaga er,
líkt og önnur bókmenntahugtök, víðtækt og hefur í tímans rás orðið nokkurs
konar „regnhlífarhugtak“, það er að segja að undir það eru í dag felldar
frásagnir frá ýmsum svæðum og tímaskeiðum. Þetta notfæri ég mér þegar
ég dreg saman til umfjöllunar sögur frá átjándu öld og nýlega kvikmynd.
Engu að síður takmarkast hugtakið við ákveðna þætti, ella væri það gagns-
laust sem skilgreiningarhugtak.
Skálkasögurnar komu fýrst fram á Spáni um miðbik sextándu aldar sem
andsvar við riddarasögum sem þá nutu mikilla vinsælda lesenda. Gegn hetju
riddarasagnanna var stefnt andhetju sem flakkar um heiminn og afhjúpar
með athöfnum sínum og orðum þá rómantísku blekkingu um menn og
málefni sem riddarasögurnar upphefja. í bókmenntafræðum hefur náðst
sátt um tvö megineinkenni sem frásagnir verða að hafa til að geta fallið undir
skilgreiningarheitið. í fyrsta lagi eru þetta frásagnir af flökkurum af lágum
stigum, lífí þeirra og samskiptum við þá sem þeir mæta á ferðum sínum. I
öðru lagi er hér um að ræða ákveðinn frásagnarhátt sem skilur sig frá
frásagnarhætti annars konar bókmenntategunda.5 Þessi frásagnarháttur er
af ætt satírunnar, grín er gert að mönnum og málefnum og, í síðari tíma
skálkasögum (til að mynda í Birtingi og Jakobiforlagasinna og meistara hans),
að heimspekistefnum þeim sem efstar voru á baugi í því umhverfi sem
72
TMM 1997:1