Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 98
VILHJÁLMUR ÁRNASON ná ekki til þeirra efnahagslegu og félagslegu skilyrða sem umlykja alla hans tilveru. Samkvæmt kenningu Marx breytist þetta í kommúnismanum sem felur í sér afnám firringar: „Það er ekki fyrr en á þessu stigi, að menn þroska sjálfa sig um leið og þeir afla lífsnauðsynja og neyta þeirra. Samtímis þróast einstaklingarnir til heildstæðrar tilveru og losa sig við allt náttúrusprottið úr fari sínu. Um leið og þroski manna á sér stað í vinnunni, fara einstaklingarnir að eiga samskipti sem slíkir, en ekki við framandi skilyrði." (ÞH, 75). í kommúnismanum er því frelsun manna fullkomnuð með því að þá fyrst ná þeir tökum á þeim hlutlægu skilyrðum — framleiðsluöflunum og sam- skiptaforminu — sem líf þeirra ræðst af. Forsenda þess er að menn sameini krafta sína en dreifi þeim ekki við aðstæður stéttabaráttu og kúgunar: „Þetta er einungis hægt með sameiginlegu átaki. Það er eina tæki einstaklinganna til að þróa meðfædda eiginleika á allan hátt og gerir persónufrelsi mögulegt" (ÞH, 82). Af þessu sést vel hve róttækan skilning Marx leggur í sjálfræðis- hugtakið. Menn eru ekki sjálfs sín ráðandi með því einu að geta valið um kosti innan þjóðfélagskerfis sem stjórnast af öflum sem þeir fá engu um ráðið; þeir eru ekki fyllilega sjálfráða nema þeir móti menningu sína og samfélag með sameiginlegu átaki sem uppfyllir þeirra eigin óskir og þrár. Þá fyrst munu þeir ná að þroskast og blómstra sem einstaklingar. III í ljósi þessa takmarks er allt siðferðistal innan samfélags sem einkennist af arðráni og firringu léttvægt fundið. Sagt er að þegar Marx hafi heyrt minnzt á siðferði hafi hann velzt um af hlátri.13 Og alla jafna forðast hann að nota siðferðileg hugtök eða að gagnrýna þjóðfélagið á viðteknum siðferðilegum forsendum. Eins og af framansögðu má ráða tel ég að ástæða þessa sé ekki sú að kenning Marx sé sneydd siðferðilegri hugsun. Nær væri að segja að siðferðishugmyndir hans krefjist frelsunar undan því borgaralega siðferði sem við búum við. Afstaða Marx til siðferðis er því afar tvíbent og nánast mótsagnakennd. Annars vegar hafnar hann öllu siðferðishjali en hins vegar felur öll hans þjóðfélagsgagnrýni í sér skírskotun til siðferðilegra hugmynda um mannsæmandi líf.14 Með hugtökum Hegels getum við sagt að Marx gagnrýni siðferðilegan veruleika (Sittlichkeit) hins borgaralega samfélags með hugsjónum (Moralitat) sínum um nýjan siðferðilegan veruleika (Sittlichkeit) kommúnismans. Hegel hafði líka sett fram gagnrýni á siðferði- legan veruleika hins borgaralega þjóðfélags [Biirgerliche Gesellschaft], sem einkennist af því að hinir ólíku „aðilar vinnumarkaðarins“ skara eld hver að sinni köku en hunza hagsmuni heildarinnar. En Hegel taldi það vera hlutverk 88 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.