Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 101
HIÐ SANNA RÍKI FRELSISINS sér að raungera eitthvert „eiginlegra“ frelsi innan þess samfélags. Fyrst verður að umbylta samfélaginu og skapa efnisleg skilyrði fyrir hið „sanna ríki frelsisins“, eins og Marx orðar það í Auðmagninu. Þetta er skýringin á því að Marx ástundar ekki „innri gagnrýni“ á kapítalískt samfélag, þ.e. snýr ekki þeim siðferðilegu hugtökum sem það réttlætir sig með gegn því sjálfu. Borgaralegt samfélag getur verið réttlátt samkvæmt sínum eigin mælikvörð- um, þótt það sé í grundvallaratriðum óréttlátt á mælikvarða sameignarsam- félagsins vegna þess að það nærist á arðráni auðvaldsstéttarinnar á verkalýðnum.21 Þetta er líka meginástæða þess að Marx notar ekki siðferði- leg hugtök, því að þau væru jafnan skilin á forsendum hins borgaralega samfélags. Hann verður því að umbreyta merkingu siðferðilegra hugtaka í samræmi við athuganir sínar á félagslegum veruleika og þá sýn sem hann hefur á sögulega framvindu. IV Hvað ljósasta dæmið um slíka umbreytingu siðferðilegra hugtaka í ritum Marx er umfjöllun hans um réttlæti í gagnrýninni á Gothastefnuskrána.22 Þar talar hann um nauðsyn þess að brjótast út úr þröngum sjóndeildarhring hins borgaralega réttar og móta nýja réttlætishugsun.23 Inntakið í hinum borgaralega hugsunarhætti er jafn réttur sem leiðir í reynd til ójafnaðar vegna þess að ekkert tillit er tekið til sérstöðu einstaklinga, því „væru þeir ekki ójafnir væru þeir alls ekki einstaklingar" (319). Á fýrsta stigi sameign- arþjóðfélagsins yrði þessum rétti framfylgt út í æsar og það þýðir að allir yrðu mældir á sama mælikvarða og frá sama sjónarmiði. Horff yrði framhjá því að einn verkamaður er kvæntur og á börn en annar er ókvæntur og barnlaus. „Láti þeir báðir sömu vinnu í té og falli því jafnmikið í hlut þeirra beggja úr neyzluforða þjóðfélagsins, þá fær annar raunverulega meira en hinn [. . .]. Til þess að forðast þessa ágalla yrði rétturinn að vera ójafn en ekki jafn“ (320). Á hinu „æðra stigi sameignarþjóðfélagsins“ mun þessi ójafnaðarregla verða inntakið í réttlætinu sem tekur mið af sérhverjum einstaklingi og siðferði- legum jöfnuði þeirra: „Hver og einn vinnur það, sem hann er hæfur til og fær í sinn hlut það, sem þarfir hans krefjast" (320).24 Aristóteles hafnaði líka því sem hann nefndi stærðfræðilegt réttlæti, þar sem allir fá jafnan skerf, og taldi að hver og einn ætti að uppskera samkvæmt verðleikum. Með svipuðum hætti telur Marx að hver og einn eigi að fá það sem hann þarfnast. I báðum tilvikum er það réttlætismál að taka sérstakt tillit til einstaklingsins hverju sinni en beita ekki ósveigjanlegu lögmáli. Þetta er einkenni vináttu og bræðralags sem yfirstígur þær takmarkanir sem ópersónulegum reglum eru settar. í nútímavelferðarsamfélagi er raunar beitt TMM 1997:1 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.