Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 117
P.S. frá ritstjóra Þótt nokkuð sé liðið fram á árið 1997 langar mig að óska áskrifendum tímaritsins velfarnaðar á árinu, þakka þeim fyrir að sýna því trygglyndið og minna þá á að greiða áskriftargjaldið sem fyrst. Ég vona að lesendur fmni ýmislegt í heftinu sér til fróðleiks og skemmtunar af því fjölbreytta efni sem hér er að finna. Einkum vil ég benda á nýjan þátt sem hefur göngu sína frá og með þessu hefti, þátt sem hefur hlotið nafnið Neftóbakshornið og Mörður Árnason hefur tekið að sér að fylgja úr hlaði. Þar er ætlunin að gefa rúm ýmsum gömlum textum, prentuðum sem óprentuðum, sem fræðimenn og aðrir förumenn um sögubrautir máls og menningar á Islandi verða varir á leið sinni og þykir þess virði að vekja á þeim athygli. Miðað er við að textarnir séu stuttir, vandlega útgefnir með ofurlitlun inngangi og nauðsynlegum skýringum, en ekki er gert ráð fyrir sérstakri fræðilegri umfjöllun á þessum vettvangi. Allar hugmyndir og tillögur um skemmtilegt eða fróðlegt efni frá fyrri tíð eru því vel þegnar. Tvær lítilsháttar útlitsbreytingar er að finna í þessu hefti, vonandi báðar til bóta, en ég læt lesendum eftir að finna hverjar þær eru. Ég hef stundum párað eftirskrift sem þessa í tímaritið, gjarna um eitt tiltekið efni, en að þessu sinni verða þetta punktar héðan og þaðan. Ég fór til Kaupmannahafnar á ráðstefnu ritstjóra norrænna menningartímarita í október á síðasta ári. Menn skeggræddu auðvitað strauma og stefnur í tímaritsmál- um, en einnig varð mönnum nokkuð tíðrætt um þær breytingar sem eru að verða í upplýsingamiðlum heimsins. Róttækasta breytingin er sú að upplýsingamiðlun er ekki lengur þjónusta, heldur er víða verið að „markaðsvæða" allt, sem þýðir að gildismat kaupahéðnanna er sett ofar öllu. Örlítið dæmi. Danir hafa undanfarin tvö hundruð ár haft sérstakt gjald í póstþjónustunni hjá sér fyrir prentað mál. Það er u.þ.b. 80% lægra en fullt gjald. Hugmyndin á bak við þetta er sú að fjölbreyttar upplýsingar og gagnrýn hugsun séu undirstöður heilbrigðs lýðræðis, og að prentað mál, tímarit, blöð og bækur, sé besta leiðin til að koma því á ódýran hátt til allra sem þess óska, óháð búsetu. En undanfarin ár hafa menn verið að „hálf-einkavæða póstkerfið danska" eins og þeir kölluðu það. I því felst m.a. að menn hafa reiknað út að þarna sé matarhola sem vert sé að athuga nánar og líklega verður þessi afsláttarregla fyrir prentað mál afnumin fljótlega í Danmörku. Er sama þróunin ekki að eiga sér stað hér á landi? TMM 1997:1 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.