Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 119
P.S. FRÁ RITSTJÓRA
ingu fyrir vinnuna og útgáfuna á íslendingasögum, orðstöðulykli og texta á geisladiski.
Til hamingju með það!
Undanfarin tvö ár hef ég fylgst nokkuð vel með fjölmiðlaumfjöllun um nokkrar
íslenskar skáldsögur sem hafa verið að koma út í Frakklandi. Það er satt að segja
merkilegt að óþekktir íslenskir höfundar eins og Thor, Steinunn og Guðbergur skuli
fá alla þá athygli sem þeir hafa fengið í Frakklandi: allir helstu fjölmiðlar hafa fjallað
um bækur þeirra og sum stórblöðin jafnvel slegið þeim upp á heilsíður. Auðvitað
vitum við að þau eiga þetta skilið, enþegar hafður er í huga sá aragrúi bóka, þýddra
og frumsaminna, er merkilegt að Frakkar skuli hafa slíkan áhuga á þessum eybúum
með skrýtnu nöfnin. Raunar má segja svipaða sögu frá fleiri löndum, t.d. þeim
norrænu og Þýskalandi þar sem Einar Kárason og Gyrðir Elíasson hafa náð inn í
þarlend stórblöð.
í þessu ljósi er skondið til þess að hugsa að hér á íslandi er þessu yfirleitt öfugt
farið. Sjónvarpið var með sérstakan þátt og reglulega umfjöllun um jólabókaflóðið,
en það var ekki minnst einu orði á nýjar þýðingar á bókum höfunda á borð við
Salman Rushdie, Peter Hoeg, Carol Shields, Kazuo Ishiguro og fleiri...
Sænski skáldsagnahöfundurinn Göran Tunström, höfundur Jólaóratoríunnar og
Þjófsins, kemur til íslands í febrúar og verður kynning á verkum hans í Norræna
húsinu þann 22. Um svipað leyti kemur nýjasta skáldsaga hans, Ljómi, út hjá Máli
og menningu í þýðingu Þórarins Eldjárns, en sagan gerist á íslandi að mestu. Þess
má einnig geta að nú hafa Svíar kvikmyndað Jólaóratoríuna. Myndin var frumsýnd
í Svíþjóð s.l. haust og hefur fengið glimrandi móttökur. Svo er að sjá hvenær hún
ratar hingað upp á Frón ...
Eins og margir vita hefur Milan Kundera nokkrum sinnum komið hingað til lands
þeirra erinda að slappa af og kynna sér menningu okkar. Áhugi hans á henni fer
vaxandi eins og m.a. sést á grein sem hann skrifaði um Svaninn eftir Guðberg
Bergsson í franska vikuritið Le Nouvel Observateur í nóvember. Kundera hefur
einnig hrifist mjög af málverkum Kristjáns Davíðssonar. Það nýjasta úr þeirri átt er
að með vorinu kemur skáldsaga Kundera, Með hægð, út í gríðarlega útbreiddri
vasaútgáfu hjá Gallimard, stærsta bókmenntaforlagi Frakklands, og mun málverk
eftir Kristján prýða bókarkápuna. Fram til þessa hafa allar vasaútgáfur á bókum
Kundera í Frakklandi verið prýddar verkum effir Pablo nokkurn Picasso, en nú er
sumsé komið að Kristjáni Davíðssyni...
Svíar eru duglegir að gera kannanir hverskonar. Á árunum 1981 og 1982 valdi
rannsóknarstofnun þar í landi 13000 manna úrtak fólks á aldrinum 16 til 74 ára og
bað það að svara nokkrum spurningum varðandi það sem nú er farið að kalla
menningarneyslu: lestur þess á bókum og tímaritum, hversu oft það færi í leikhús
og í bíó, hvort það syngi eða léki á hljóðfæri og hvort það fylgdist með íþróttum. Því
TMM 1997:1
109