Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Síða 133
RITDÓMAR sögu og djúphugsað bókmenntaverk. Það er í sjálfu sér ögrandi verkefni og hefur verið reynt áður. En leyndardómn- um um sálarástand Tómasar hæfir trú- lega annað form en þessi reyfarakennda ffásögn með heldur léttvægri lausn í end- ann. Sagan verður fyrir vikið aldrei sér- lega grípandi. Hún segir við lesandann: „Eltu peningana", en vill jafhff amt að hann hugleiði spurninguna: „Hver er Tómas“! Og rekur sig þar eitt á annars horn. Árni Óskarsson Bréf til Pat Böðvar Guðmundsson: Híbýli vindanna. Mál og menning 1995. 336 bls. Lífsins tré. Mál og menning 1996,318 bls. Ég hef off velt því fyrir mér hvernig á því stendur að íslendingar hafa fram til þessa ekki átt sér neina stóra vesturfarasögu, líkt og flestar þjóðir í grennd við okkur og reyndar margar sem lengra eru í burtu. Atburðir eins og þeir að nærri fjórð- ungur þjóðarinnar flytur úr landi á rúm- lega tuttugu ára tímabili ættu að vera þess eðlis að skáldum þættu þeir vera forvitni- legir og spennandi söguefni. Eina undan- tekningin á síðustu áratugum er Paradís- arheimt Halldórs Laxness sem að hluta til fjallar um einn mjög sérkennilegan þátt þessarar sögu sem eru vesturferðir mormóna rétt effir miðja síðustu öld sem eru í raun stök hliðargrein hinna eiginlegu vesturferða. Þegar betur er að gáð verður þessi bókmenntalega þögn um vesturferðinar óþægilega hávær. Erfitt er að finna einhverjar skynsam- legar skýringar á þessu háttalagi rithöf- unda, en ég held að í grunninn sé um að ræða landlægan ótta íslendinga við að horfast í augu við fortíðina og þá einkum þá þætti hennar sem óþægilegir eru og brjóta í bága við þá glansmynd fortíðar- innar og bændasamfélagsins sem búin var til í hita sjálfstæðisbaráttunnar. Það er kannski ekki að furða að menn hiki við að brjóta bannhelgina sem hvílir á að segja frá skuggahliðum fotíðarsamfé- lagsins, mannúðarleysi og grimmd þess í garð fólks með listræna hæfileka, því leg- ið hefur við uppþotum og götuóeirðum þá sjaldan að slíkt hefur verið reynt. I seinni tíð er þó einn og einn sagnfræð- ingur farinn að þora að sjá í gegnum sagnfræðilegan huhðshjúp sjálfstæðis- baráttutímans og voga sér að skafa þykk- ustu glimmerlögin af fortíðarmyndinni. Á síðari hluta síðustu aldar var svo komið að landið gat ekki brauðfætt þegna sína miðað við þá tækni og at- vinnuhætti sem þá tíðkuðust. Stór- bændastéttin sem þá eins og endranær og langt ffam á þessa öld réð lögum og lofum í landinu var heiffúðlega andvíg öllum breytingum á atvinnuháttum og gott ef ákafi margra þeirra í sjálfstæðis- baráttunni átti ekki rætur í óttanum við að þær framfarir og umbætur sem voru að eiga sér stað í Danmörku myndu ná til íslands. Svo mikið er víst að á síðustu áratugum síðustu aldar hrintu ráðamenn margra sveitarfélaga í ffamkvæmd hug- mynd sem íslenskir valdsmenn lögðu til við Dani hundrað árum fyrr, sem sé að flytja fátæklinga og ómaga úr landi, en nú urðu ekki Jótlandsheiðar fyrir valinu, heldur slétturnar miklu í Vesturheimi. Böðvar Guðmundsson brýtur ný lönd í þeirri vesturfarasögu sem hann hefur nýlokið við með því að ráðast á þennan sögulega veruleika og vinna úr honum stórbrotið og margþætt skáld- verk þar sem glýjulaust er leitast við að nálgast veruleika þess fátæka fólks sem af ýmsum ástæðum fluttist vestur um haf og baráttu þess fyrir betra lífi í nýjum heimkynnum. Aðföng Greinilegt er að Böðvar hefur víða leitað fanga effir efnivið til skáldsögunnar. I fyrsta lagi er þar að nefna almennan sögulegan ffóðleik um samfélagsástand TMM 1997:1 1 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.