Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 26
STEPHAN KRAWCZYK
kyrr í þessari stellingu þar til síðasti draumórasnáðinn hafði lyft hand-
leggnum. „Skooo!“ hrópuðu þau öll þegar hinn leiðbeinandinn gaf merki
með hendinni, af því að nú stóð forystukonan fyrir aftan þau.
Ég lagði mig aftur, dapur í skapi. Mig dreymdi að ég væri að hnoða nöktu
barni inn í stóran snjóbolta svo að aðeins hendur og fætur stæðu út úr.
Skyndilega er ég orðinn annar - ég ýti burt þeim sem ég var áður, losa
líkamann úr hvítri prísundinni, skelfmgu lostinn yfir því að hann kunni að
vera frosinn í hel, og græt hástöfum á meðan vegna þess að mér er óskiljan-
legt hvað hinn getur fengið af sér að gera.
Við fyrsta gervilega dúr-þríhljóminn í dyrasímanum hrökk ég upp með
andfælum og ýtti á þar til gerðan hnapp. Ég hafði þrjátíu sekúndur til að
stinga höfðinu undir kranann, skola munninn og setja dropa í rauðþrútin
augun, svo glumdi upphafsnótan. Innrásarmennirnir stóðu fyrir utan
gægjugatið. Ég reif upp dyrnar eins og ég væri búinn að bíða lengi. Þeir
þurrkuðu svitann af enni sér svo að við létum hjá líða að takast í hendur. Þeir
gengu í bæinn. Ég fann greinilega hvernig þrengdist um loftið í þessu rými
sem ég hafði yfirleitt óskipt, svo stórir voru þeir og þrekvaxnir. Maður
myndarinnar leit yfir aðstæðurnar og tók ljósmyndatól og tæki upp úr
voldugri svartri tösku, maður orðsins settist andspænis mér og kastaði
öllum hömlum þegar með fyrstu spurningu. „Hafið þér hugleitt jarðgöng?“
„Eiginlega ekki,“ sagði ég. Ef þetta átti að verða uppistaðan í sögunni hans
varð ég að valda honum vonbrigðum. Áður en hann ætlaði að lokka mig út í
umræður um hvað raunverulega vekti fyrir mér vék hann að kátínunni sem
ríkti á ritstjórnarhæðinni, en þar væru menn jafnvel, það yrði einmitt
ákveðið þar, að velta fýrir sér hálfri síðu. Og það væri heilmikið fyrir Stærsta
Dagblaðið, en þá þyrfti hann líka nánari upplýsingar. „Þér sátuð sem sagt hér
um nótt og fallega ljóskan kom út að glugganum. Hvað gerðuð þér svo?“
spurði hann yfirlætislega eins og hann ætti von á frásögn af einhverjum
aðgerðum sem ég hefði framið á sjálfum mér.
„Það er svo frábær birta núna.“ Ljósmyndarinn vildi taka myndir og bað
um ýmsar stellingar sem áttu að sýna lesendum mig með sem jákvæðustum
hætti, þar á meðal eina þar sem ég sat í gluggakistunni, hallaði mér langt
aftur og hló.
„Urðuð þér strax ástfanginn eða var það seinna? Segið mér hvernig þetta
var í raun og veru.“ Neðri kjálkinn á formælandanum hamaðist eins og
hakkavél. Hann vildi söguna og engar refjar og myndi hvorki láta laust né
fast. Ég útskýrði fýrir honum að hér væri um háðsádeilu að ræða þar sem
sannleikurinn og lygin, ef ýkjur teldust til hennar, gengju með undur-
samlegum hætti í eina sæng, og að hinn raunverulegi bakgrunnur væri allt
annar, nefnilega byggingin. Þessu til áréttingar sneri ég mér við.
24
www.mm.is
TMM 1998:3