Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 52
KLAUS SCHLESINGER
uppgötva smáatriði á borð við það að nú hefur óslökkvandi sköpunarþrá
vestrænu skrifræðiselítunnar hellt sér yfir númerin á sporvögnunum okkar.
Hlæið ekki, þeir heita núna opinberlega Tram, og það sem hjá Döblin
hökti gegnum skáldsöguna Alexanderplatz sem leið fjörutíuogsex eða
sextíuogþrjú heitir núna í raun og sann fimmtíuogtvö og þrettán, leið
sjötíuogfjögur er orðin að leið þrjú, fjörutíuogníu að fimmtíu og
tuttuguogtvö að fimmtíuogþrjú. Jafnvel einræðisstjórnin lék okkur ekki
svona grátt!
Einkavæðingin sér um afganginn. Ekkert hótel ber lengur sama nafn;
Metropol heitir Maritim, Stadt Berlin: Forum, Palast Hotel: Radisson Plaza.
Hún Berolina okkar bak við mjólkur- og ísbarinn Mokka þar sem við vorum
svo oft á morgnana er horfin án þess að skilja eftir sig nokkur spor rétt eins og
súlnabygging utanríkisráðuneytisins. Ég las að í hennar stað ættu að koma
„höggmyndir og trjágróður“ þar til eftirlíkingin af byggingarakademíu
Schinkels, sem er fyrirhuguð en ekki endanlega ákveðin, rís af grunni. í
Lýðveldishöllinni beint á móti ríkir grafarþögn. Menn bíða eft ir að hún verði
rifin sem reyndar er umdeilt, einnig vestanmegin, en ég þori að veðja að
stjórnmálamönnunum finnst það jafn sjálfsagt mál og næsta fargjalda-
hækkun. Menn bíða einungis eftir hentugu augnabliki til að fjarlægja húsið
sporlaust eins og menn segja núorðið. Hve ég hunsaði það á sínum tíma og
hversu mjög er mér annt um það núna að það verði varðveitt. Fortíðarþrá?
Má vera en ég get ekki að því gert, mér er líka annt um dökku hliðarnar á
eigin sögu en væri það síður ef ég vissi ekki að hún nær aftur í skottið á okkur,
ef við getum ekki í sífellu fullvissað okkur um tilvist hennar.
Á meðan vona ég í sannleika sagt að fjárfestingaliðið verði uppiskroppa
með peninga svo eitthvað fái að standa áfram af því sem fyrrum tengdi okkur
fastar en fyrir embættismönnunum vakti. Að vísu væri það of seint fyrir
kaffibarinn okkar á mótum Unter den Linden og Friedrichstrasse. Hann
hefur vikið, ásamt yfirbyggingunni sérkennilegu, fyrir blokk sem líkist meira
fangelsi en þessi dálítið elskulegi og ævinlega aðlaðandi staður sem ég geymi
mér í minni. Ég þarf ekki að loka augunum, innréttingin frá áttunda
áratugnum stendur mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, stífar af-
greiðslustúlkurnar, árangursrík barátta stúdenta af báðum kynjum fyrir
þeim rétti sínum að mega festa sér fyrirlestrana sína skriflega í minni yfir
einum kaffibolla fyrir 70 penninga. Hvað mér duttu þarna margar setningar
í hug, hvað ég skrifaði hjá mér margar hugmyndir, oftast við tveggja-
mannaborðið fyrir framan fatageymsluna, nema ef vera skyldi að hnefa-
leikakappinn Schubi sæti við barborðið - þá settist ég hjá honum. En væri
feiti gítarleikarinn á staðnum, þessi sem við gáfum rússneska föðurnafnið
50
www.mm.is
TMM 1998:3