Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 151

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 151
RITDÓMAR hún sé að raða litlausum flíkum. Hún er frekar óspennandi skáldsagnapersóna, sem er ekki gerandi í sínu lífi, heldur flýtur áfram og tilviljun ræður hvort hún yfir höfúð hittir annað fólk. Hún hefur ekki einu sinni burði í að bægja Hans frá sér, þegar hann dregur hana með sér inn á ljós- myndastúdíóið sitt. Hún er komin þangað inn, gegn betri vitund og þrátt fyrir viðvaranir Bokka og þá tekur frásögnin á sig reyfarakenndan blæ. Frá glugganum sér hún götuhornið þar sem Arno stóð þegar hann var myrt- ur, Hans tekur byssu út úr skáp, dyrnar eru læstar og Margrét verður hrædd, en þá heyrast þrjú skot og Eiríkur lögreglu- maður ryðst inn, eftir að hafa skotið upp hurðarlæsinguna - bjargar Margréti og handtekur Hans fyrir morðið á Arno. Kemur þó í ljós að Hans var alls ekki viðriðinn það morð og honum er sleppt. Þætti hans í sögunni er lokið. Líka þætti Eiríks, sem lesandinn fær blessunarlega að vita að hefur jafnað sig af ástarsorg- inni. Hann hefur komist að því að Arno var myrtur í misgripum. Rangur maður, á röngum stað, á röngum tíma. Og Mar- grét heldur heim til íslands þar sem hún ætlar að ala barnið sitt upp. Áður en það gerist segir Bokki henni sína sögu. Hann var afi Margrétar sem dó þegar hún var eins og hálfs árs. Ungur að árum hafði hann siglt til ffamandi landa. Á eynni Jövu varð hann ástfang- inn af innfæddri konu sem annar maður átti - hollenskur nýlenduherra - og kon- an varð ástfangin af afanum. En það varð ekkert úr þeirra sambandi. Nýlendu- herrann og innfædda konan voru afi og amma Arnos. Afi Margrétar, það er að segja fuglinn Bokki, fann ekki frið fyrr en hann hafði klekkt á örlögunum og séð til þess að ást hans bæri ávöxt. Ávöxturinn er barn Margrétar og Arnos. Bokki hafði náð markmiði sínu og kveður Margréti til að láta sig hverfa til enn æðri heima. Út af fýrir sig er þetta ákaflega skemmtilegt söguefni en úrvinnslan fremur daufgerð. Með því að raða saman minningabrotum í angurværum stíl, verður sagan eins og samsafn af blýantsskissum sem lesandinn flettir í gegnum, bíðandi eftir að fá að sjá sjálfar myndirnar sem eru niðurstaðan af því sem ætti að vera mikil lífsreynsla: Ung kona kynnist ástinni í fyrsta sinn, ástinni sem síðan er myrt fyrir augun hennar nokkrum klukkustundum síðar. Morð hefur verið framið og þegar það loksins er til lykta leitt er það eins og í framhjá- hlaupi til að friða lesandann. Örlagasaga Margrétar verður óljós í orðaleikjum um ljós og skugga og hálfljóðrænum lýsingum á ástandi og líðan hennar- og víkur að lokum fyrir þeirri sögu sem Bokki á sér. Útkoman tvær svart-hvítar sögur sem vel hefðu þolað að vera mál- aðar í litum. Súsanna Svavarsdóttir „Hvað verður um mig?“ Vilborg Davíðsdóttir. Eldfórnin. Mál og menning 1997. Saga Vilborgar Davíðsdóttur, Eldfórnin, er bæði beinskeytt og gerist á vel af- mörkuðu sögusviði, en einhverra hluta vegna get ég ekki með nokkru móti gert henni skil í einföldu máli. Reyni maður að henda reiður á því sem virðist vera einfaldur og kjarngóður söguþráður er því líkast sem kjarninn þenjist út og þráðurinn tvístrist. Fyrst í stað reynist sagan þægileg, rennur greiðlega og er nostursamlega staðbundin, frumspeki- lega kjölfest og sögulega affömmuð. Hún byrjar reyndar á óútskýrðum út- burði á barni, en nafn útberanda er sam- viskusanlega gefið upp sem og nákvæm staðsetning, veðurlýsing og sitthvað fleira. í næsta kafla á eftir er lesendum reyndar svolítið hent út í ystu myrkur, eða á allt annan stað, til óþekkts fólks og kemur söguefnið fyrir sjónir sem alls óskylt. Furðu fljótt birtir þó til og eru TMM 1998:3 www.mm.is 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.