Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 51
TILGANGSLAUST AÐ VEITA VIÐNÁM!
Hafið þér verið sex ár í burtu? Það er ekki langur tími í sögu borgar. En
þegar ég hugsa um hvað síðan hefur gerst verð ég gripinn angist. Enda þótt
línurnar frá yður séu uppfullar af þvílíkum gáska að ég leggi engan trúnað á
að þér hafið í hyggju að snúa aftur bráðlega - en ef þér gerðuð það, kæmuð í
heimsókn til að mynda, mynduð þér nú þegar lenda í erfiðleikum með að
rata. Borgaryfirvöld, sem nú eru flutt úr ráðhúsinu í Schöneberg í Rauða
ráðhúsið, má burt sporin eftir millikaflann í sögu austurbæjarins í Berlín af
þvílíkum krafti að það jafhast einungis á við skuldasöfnun þeirra síðustu
árin. í austurbæ Berlínar mátti eða má ráðskast með nánast allt, hvort heldur
það eru götuheiti eða virðulegar nýbyggingar, rétt eins og að við upphaf
næstu aldar eigi ekkert að minna á að hér ríkti annað skipulag í heil fjörutíu
ár.
Þetta er ekki alltaf bara ergilegt. Það gladdi mig til dæmis að Otto-
Grotewohl-Strasse heitir aftur Wilhelmstrasse, Johannes-Dieckmann-
Strasse heitir Taubenstrasse á ný og núna get ég aftur sagt Jagerstrasse í
staðinn fýrir Otto-Nuschke-Strasse þegar ég lýsi leiðinni frá neðan-
jarðarbrautarstöðinni í Französische Strasse til Mauerstrasse þar sem Kleist
bjó síðast í Berlín. Það snart mig líka að Wilhelm-Pieck-Strasse var ekki
breytt aftur í Elsasser Strasse og Lothringer Strasse. Yfirvöld hafa greinilega
áttað sig í tæka tíð á ástæðunni fýrir því að skipt var um svo mörg nöfn á
sjötta áratugnum: það átti ekki að nota götunöfn til að halda á lofti minn-
ingunni um svæði sem Þjóðverjar höfðu stjórnað eða Prússar lagt undir sig.
Við nafngiftina komu menn sér því saman um tímann þegar hún hét ennþá
Torstrasse og lá ffá Friedrichstrasse við Oranienburger Tor út í sendinn
norðausturbæinn sem þá var enn óbyggður. Þetta finnst mér nærgætni,
sögulega meðvituð, við Frakka, bandamanninn í vestri. Mér gremst bara enn
og aftur að mönnum skyldi finnast óþarff að sýna þvílíka aðgát í umgengni
við nágrannann í austri og að Dimitroffstrasse heitir núna Danziger Strasse á
ný. Ég trúi því reyndar ekki að hér hafi verið um pólitískt meðvitaðan
gjörning að ræða. Fremur kenni ég um dulinni eignarhyggju - betra:
eignarkennd. Rétt eins og önnur og þriðja kynslóð hefur núna uppi háværar
kröfur um fasteignir milli Oder og Elbu óttast ég að menn vonist til, þrátt
fýrir allt, að þeir tímar kunni að koma að hin gulnuðu skjöl ffá þeirri tíð er
Þjóðverjar réðu Pommern, Slésíu og Austurprússlandi öðlist verðgildi sitt á
ný.
Þér vitið að ég er meðvitaður svartsýnismaður. Ég reikna með því versta
og finn svo til léttis ef það gerist ekki. Ég hef komist að raun um að þetta er
hreint ekki slæm aðferð til að gera sér lífið bærilegt. Sem táknar eklci að ég
gangi einlægt með þessa Kassöndru-kennd um borgina. Það eru fjölmargar
skemmtilegar hliðar á raunverulegum kapitalisma, þó ekki væri annað en
TMM 1998:3
www.mm.is
49